Andskoti góðar bækur (Póstlisti)

 

Ég hef alltaf lesið mikið og talað mikið um bækur. Ég var líklega eftirlæti þjálfara í keppnisferðum út á land, því ég var meira eða minna sáttur að liggja með nefið í bók alla helgina. Þegar ég vann í Nexus voru eftirlætisstundirnar mínar að lýsa bókum fyrir fólki, að reyna að finna fullkomna bók fyrir þau eða frændann sem er ekki hægt að versla jólagjöf handa. Þeim mun betra ef ég sá viðkomandi nokkrum vikum seinna með framhaldið undir hönd.

Ég er ekki að reyna að selja þér neitt en fátt gleður mig eins og að heyra að bók sem ég mælti með hafi verið lesin og lesandinn verið glaður með hana, vill tala um hana við aðra eða bara mig í e-maili. Það er gott að lesa en bækur eru ekki bara orð á pappír. Sögurnar og þekkinginn lifir með lesendanum, í samtalinu sem þær vekja, í glímunni við þær. Mig langar að bjóða ykkur í sú glímu.

Einu sinni í mánuði ætla ég að senda út pistil um eina bók eða  seríu. Sumar verða klassískar bækur, aðrar skruddur sem ég hef fundið í einhverri furðulegri bókabúð. Pistlarnir eru í raun útpældari útgáfur af þeim sem ég hélt á sínum tíma yfir viðskiptavinum, markmiðið er að vekja umhugsun um góða bækur, hvað þær séu og til hvers. Mig langar að deila bókum sem hafa hrist til í hausnum á mér, sem hafa fengið mig til að kasta bókinni í vegg, látið mig hringja mig inn veikan í vinnu til að geta lesið áfram.

Ef það hljómar vel, send mér e-mail með fyrirsögninni „Skráning“ á andskotigodarbaekur@gmail.com.

Hlakka til að heyra í ykkur

Ingimar bókanörd.