Að byrja að læra á píanó fullorðin (og afhverju ég er enn frekar dapur píanóleikari)

All my life I wanted to become musical, but I always assumed that I never had a chance. My ears are dodgy, my fingers too clumsy. I have no natural sense of rhythm and a lousy sense of pitch. I have always loved music but could never sing, let alone play an instrument; in school I came to believe that I was destined to be a spectator, rather than a participant, no matter how hard I tried.

Gary Marcus í bókinni Guitar Zero

Með þessum orðum hefur Gary Marcus, sálfræðingur, bók sína Guitar Zero. En hann gæti alveg eins hafa verið að lýsa mér og sambandi mínu við tónlist frá fæðingu og þar til í ágúst 2016. Í bók sinni segir Marcus frá því hvernig hann lærði á gítar um fertugt og hvað það ferli kenndi honum um bæði tónlist og mannskepnuna. Að lesa ferli hans var það sem loksins gaf mér hugrekkið til að byrja að læra á píano, eftir að hafa dreymt um það í áratug.

Markmið mín voru hógvær: mig langaði að geta sagst kunna á píanó og í leiðinni læra að meta tónlist á sama hátt og tónlistarmenn gera. Nú eru þrjú ár og ég er enn fremur slappur píanóleikari. Samt sem áður er ég komin yfir ákveðin hjalla og sé hvernig ég get orðið betri. Útsýnið héðan er stórfenglegt.

Flestir tónlistarmenn byrjuðu í námi sem börn. Við sjáum ekki fyrstu, erfiðu, skrefin. Þegar við heyrum lag í útvarpi er þar að baki þúsundir tíma af æfingu. Ósýnilegust er æfingin sem fer fram í æsku, þegar tónlistarmaðurinn er að reyna að púsla saman nokkrum hljómum í næstum því lag. Það er líka ákveðin trú, ég trúði þessu sjálfur, að tónlistarhæfileikar séu meðfæddir. Annaðhvort er maður með tónlistargenið eða ekki og ef maður byrjaði ekki námi ungur er engin séns fyrir mann.

Þetta er auðvitað kjaftæði. Kannski eru einhverjir meðfæddir hæfileikar, líklega jafnvel, en ef þú ert ekki atvinnumaður í tónlist er lítil hætta á að þú finnir muninn. Munurinn á þriðja besta og besta píanó leikara í heimi er kannski að annar er með örlítið betri beinabyggingu en ég held að við þurfum ekki að stressa okkur á því. Það getur verið fráhindrandi að sjá ungling fara létt með verk eða lag sem við ráðum varla við að hugsa um, en munurinn á honum og okkur er ekki einhver genítík, bara að hann byrjaði fyrr og er búin með fleiri tíma. Að segja að æfingin skapi meistarinn er óttaleg klisja, en hún er samt sönn.

Það er líka þannig að þú þarft ekki að verða heimsklassa í einhverju til þess að græða á að læra það. Rithöfundurinn komst ágætlega að orði í nýlegu hlaðvarpi þegar hann lýsti því að fara í örfáa söngtíma svona:

When you learn the basics of any skill – and I already know this, so I don’t know why I’ve been so blind to it with both singing and I think now coding – even if you never do anything with it per se, suddenly you hear everything – in the case of voice, you listen to every song you hear differently. And so, your enjoyment of that and your appreciation of it are ten-xed.

Tim Ferris í hlaðvarpi með Karlie Kloss

En af hverju tónlist? Af hverju ekki nýtt tungumál eða að læra að forrita? Í bókinni This is Your Brain on Music, staðhæfir Daniel J Leveitin tvennt sem mér fannst magnað: Við vitum ekki um neina menningu í allri sögu mannsins sem spilaði ekki tónlist á einhvern hátt og það að hlusta á, spila eða semja tónlist ræsir næstum hvert einasta svæði heilans ásamt taugakerfisins sem tengist því.

Það er vitað að tónlist hefur fylgt manninum frá blautu barnsbeini hans. Við erum umlukin henni alla daga í öllu frá bílnum á leið í vinnuna og þangað til að sungið er í jarðarförinni þegar við klukkum út. Þegar við dönsum fram á rauða nótt í bænum, þegar við fögnum sigrum í fótboltaleikjum, þegar við giftum okkur og þegar við erum að horfa á sjónvarpið og leiðinleg auglýsing truflar þáttinn. Tónlist er alls staðar og meira segja við að læra örlítið á hljóðfæri og hljómfræði, þá dýpkar nautnin að því að heyra hana, við lærum að meta flóknari verk og áttum okkur betur á því hvers vegna hún er svona allsráðandi.

Aðferðin.

Ég hóf námið á augljósa staðnum, þar sem maður byrjar að reyna læra allt: Á youtube. Það er magnað hvað er hægt að finna þar. Ég fékk hljómborð lánað frá vini (meira um hann seinna), settist ég niður og byrjaði að æfa. Undirbúningurinn var takmarkaður, það sem skipti mig máli var að koma mér á stað. Þetta mætti kalla prufu stigið. Það sem skipti mig máli var að venjast því að æfa og venja mig á það að gera það daglega.

Ég vil benda á eitt: Fullkomnun er óvinur hins góða. Við eigum til að fresta þangað til að aðstæður eru fullkomnar, en það verða þær aldrei. Betra er að gera eitthvað fínt og bæta það svo smátt og smátt. Þetta gildir jafnt um að byrja tónlistarnám og breyta mataræði: litlar reglulegar breytingar eru líklegri til að skila árangri til langs tíma.

Þarf ekki að vera glæsilegt til að vinna verkið

Síðan að ég byrjaði hef ég lesið ótal greinar um hvernig það er best að læra á hljóðfæri, það eina sem þær eru allar sammála um er að það skiptir mestu að æfa sig daglega, sama hvernig gengur. Málið er að það tekur nokkra daga, jafnvel vikur, bara að ná undirstöðuatriðum. Svo ekki sé talað um að það þarf að læra að æfa. Það er nýbrunið hverfur er freistandi að segja: Sleppi að taka í dag, tek tvöfalt meira á morgun. Sem við vitum öll að er ekki að fara að gerast, ekki síst vegna þess að það þarf að safna þoli í að æfa í lengri tíma.

Hvort sem það er píanó eða annað hljóðfæri er gott að æfa grunnskala og þannig (til að byrja með leiðinlegar) æfingar. En þær eru líka frekar leiðinlegt. Á fyrsta stiginu er mikilvægt að læra grunninn, en líka að taka einhver ofur einföld verk (Gamli Nói til dæmis) og læra það. Ástæðan er ekki að slík verk kenna einhverja djúpa lexíu, heldur að sigur tilfinningin þegar maður nær í fyrsta sinn að spila slíkt er ólýsanleg. Þá er maður virkilega byrjaður að læra á hljóðfærið. Þá er maður líka búin að sanna fyrir sjálfum sér að þetta er hægt, restin er bara endurtekningar, endalausar endurtekningar.

Prufu stigið getur verið í nokkrar vikur eða nokkra mánuði, en það er skynsamlegt að leyfa því ekki að endast ekki of lengi. Það tekur um það bil mánuð að skapa nýjan ávana og ég myndi segja að mánuður sé nokkuð góður tími fyrir prufu stigið. Svo er komin tími á að fá einhvern færan til að hjálpa sér.

Maður getur kennt sér ýmislegt með youtube en góður kennari er gulli betri. Ég var svo heppinn að eiga slíkan í vinahópnum, en það er ekki erfitt að finna slíkan þó þú þekkir engan. Það er tvennt sem kennari getur hjálpað með mjög auðveldlega: Drepa slæma ávana (hjá mér fóru heilu tímarnir til að byrja með í að reyna að hætta að spennast allur upp) og að gefa manni strúktúr í námið. Maður er töluvert líklegri til að æfa verk í döðlur ef það er einhver að bíða eftir að heyra það, svo ekki sé talað um að góður kennari mun gefa þér heimanám sem hentar þér og þínum styrkleikum.

Eftir það er þetta bara spurning um tímanna sem maður setur inn, en á veginum eru margir fallegir staðir. Það er ótrúleg tilfinning í fyrsta sinn sem maður spilar verk í staðinn fyrir að fara með það, næstum jafn mögnuð tilfinning og þegar maður skilur muninn á þessu tvennu. Hjá mér var önnur tilfinning sem var ógleymanleg þegar ég var að spila verk sem ég hafði djöflast í mánuðum saman og í fyrsta sinn fór það að vekja upp allskonar tilfinningar innra með mér. Svo ekki sé talað um þegar maður heyrir eitthvað lag og sér það í alveg nýju ljósi.

Það fallega við þetta ferðalag er að það er engin endapunktur, bara endalaus vegur með sífellt fallegra og fallegra útsýni. Fólk getur og hefur eytt ævinni í að spila tónlist, ég kannast ekki við nokkur hafi sagt að þeir séu búnir með tónlistina. Ef ég vildi vera dramtúrkískur og bæta við enda stigi, væri það þetta: Á einhverjum tímapunkti hættir að vera ógnandi hversu óendanlega mikið er hægt að æfa og læra í faginu. Af því gefnu að þú hafir gaman að því að verða betri, er ótæmanlegur brunnur sem býður eftir manni.

Hvað ég græddi ég á þessu og þú gætir grætt líka.

Ég hef þegar minnst á það, en það er þessi virði að endurtaka: Að læra á hljóðfæri breytir því hvernig þú heyrir tónlist og opnar möguleikann á virkri hlustun. Áður en ég byrjaði þetta ferðalag þá hlustaði ég frekar hlutlaust á tónlist, það var helst textarnir sem ég rýndi í. Annars var lag bara gott eða ekki. Síðan ég byrjaði hef ég lært að meta píanóið sem hljóðfæri, sérstaklega klassísk verk. Ég er rétt farin að heyra almennilega muninn á mismunandi túlkunum á sömu verkunum og veit að það á bara eftir að aukast eftir því sem á lýður (af því gefnu að ég haldi áfram að æfa mig).

Hitt er kannski aðeins minna augljóst. Að læra á hljóðfæri var alltaf eins og einhver veggur fyrir mér. Það var sérstaklega satt eftir leiklistarnámið sem ég fór í. Í hvert sinn sem tónlist bara á góma leið mér eins og illa gerðum hlut þar, umkringdum fólki sem voru hæfileikaríkir og færir tónlistarmenn. Að taka skrefið og byrja að læra hafði sömu áhrif á mig og það að læra eitthvað erfitt hefur á alla: Aukið sjálfstraust og aukin trú á að ég geti tekist á við erfið verkefni. Það er svo margt sem væri gaman að læra en að læra á hljóðfæri var alltaf það sem ég hélt að yrði erfiðast. Hver veit hvað ég ræðst á næst.

Svo er það síðasta dæmið, að læra að æfa. Það að setjast niður og einbeita sér að einhverju er drullu erfitt. Í nútímanum erum við umkringd truflunum og freistingum, hvort sem það er síminn, sjónvarpið eða bara að skjótast í bakarí. Það að læra að og æfa sig í að blokka allt í smástund er verðmætur hæfileiki. Hann hefur komið mér að miklum notum við ritstörf og sama hvað við höldum, þá er hann langt því frá sjálfsagður. Mig langar að ljúka þessum hluta á tilvitnun í Nicholas Carr, höfund bókarinnar The Shallows – What the Internet is Doing to Our Brain. Hann er að tala um djúpan lestur en það sem hann segir á við um allt sem þarfnast alvöru einbeitingar:

Immersing myself in a book or a lengthy article used to be easy. My mind would get caught up in the narrative or the turns of the argument, and I’d spend hours strolling through long stretches of prose. That’s rarely the case anymore. Now my concentration often starts to drift after two or three pages. I get fidgety, lose the thread, begin looking for something else to do. I feel as if I’m always dragging my wayward brain back to the text. The deep reading that used to come naturally has become a struggle.

Nicholas Carr , The Shallows – What the Internet is Doing to Our Brain

Ég er ekki að segja að læra á hljóðfæri sé einhverskonar lækning við því hversu dreifhuga við erum öllum stundum. En ég er að segja að það hjálpi helling.

Gildrurnar – Lokahjallinn.

Þegar maður er búin að æfa í nokkra mánuði og farið að líða lengra á milli flottu augnablikanna er hætta á að maður hætti. Ég hef ekki hætt, en játa að ég hefði getað verið miklu duglegri. Fyrir því er margar ástæður, en stóra hefur einfaldlega verið leti.

Vinurinn sem ég skrifaði um áðan, sá sem reddaði mér hljóðborðinu, byrjaði að æfa nokkrum mánuðum á eftir mér. Í dag er hann miklu, miklu betri. Af hverju? Því hann hefur verið agaður og duglegur að æfa, hann hefur ekki tekið sér óvart nokkra vikna pásur inn á milli. Þegar ég var búin að æfa í nokkra mánuði vildi ég óska að ég hefði byrjað að æfa fyrr á lífsleiðinni, því í grunninn er þetta ekkert nema sjúklega gaman. Núna vildi ég óska að ég hefði verið duglegri. En það hjálpar ekkert að vorkenna sér, eina sem ég get er að nota það sem hvata til að vera duglegri í framtíðinni. Það er meðal annars ástæðan fyrir að ég skrifaði þennan pistil, til að minna sjálfan mig á að setjast niður og æfa.

Stærsti hjallinn við að læra á hljóðfæri þegar maður er orðin fullorðinn er sá fyrsti, það er svo drullu erfitt að koma sér af stað. Næsti hjallinn er miklu lúmskari, að leyfa sér ekki að nota afsakanir til að sleppa æfingum og að halda vananum gangandi þegar óteljandi hlutir í lífinu eru fyrir. En þegar maður kemur sér af stað, þá eru verðlaunin nær óendanleg, hvort sem það er sjálfstraustið sem hlýst að því að gera eitthvað sem maður hélt að maður gæti ekki eða að skilja innst inni af hverju fólk segist stundum lifa fyrir tónlist. Það skiptir ekki máli hvort það sé söngur, fiðla eða píanó (eða þegar út í þá sálma er farið franska, að læra að elda eða byrja í crossfit) í grunninn er ferðin eins. Ef þú hefur alltaf látið þig dreyma um þetta, sláðu til. Þú munt ekki sjá eftir því.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s