Þá er komið að Dance with Dragons, síðustu bókinni sem Martin kláraði í þessari seríu. Hún hefur ákveðin sess í lesturhjarta mínu. Þetta var fyrsta Song of Ice and Fire bókin sem ég keypti á útgáfudegi, á fögru sumarmiðnætti árið 2011. Ég hringdi mig inn veikan í vinnu daginn eftir og át bókina upp á einum sólarhring. Fannst hún frábær þá, varð pirraðri á henni þegar ég fór að pæla í henni og varð síðan aftur ástfangin við endurlesturin. Ég hef líka haft fyrir því að fletta upp á vandræðalega mörgum ritgerðum um hana, það er magnað hversu mikla vinnu menn hafa í fjalla um þessa bók.
Skoðanir á bókinni eru skiptari en á Feast for Crows. Er hún klúður eða misskilið meistaraverk? Er hún hröð og spennandi eða heil bók af opnunarleikjum í skák, á þess að við komust inn í endataflið?
Yfirnátturan tekur yfir
Í flestum fantasíum fara töfrar ýmist hverfandi (Hringadrottinssaga) eða þeir eru að fæðast aftur inn í heiminn (The Stormlight Archives). Alla seríuna Song of Ice and Fire fara áhrif töfra stigvaxandi og þegar hér er komið við sögu eru þeir komnir í lykilhlutverk í sögunni. Drekarnir eru næstum fullvaxta, máttur rauðu prestana og alkemista hafa vaxið og hinir dauðu eru á leiðinni suður.
Manni hlakkar til að sjá hvernig persónur eins og Cersei, Jamie og aðrir íbúar Kings Landing bregðast við komu dreka og uppvakninga. Það er líka töluvert auðveldara að halda með persónunum eins og Jon Snow, sem er með virkilega vondan kall til að berjast. Meira um Jon okkar síðar.
Það er ekkert leyndarmál að drekarnir í Game of Thrones eru aðferð Martin til að skrifa óbeint um gjöreyðingarvopn. Þeir gefa Dany þann möguleika á að vinna hvaða orrustu sem er, ef hún er tilbúin að drepa þúsundir manna. Hvenær sem er getur hún valið að vinna hvað það stríð sem hún fer í, en hún verður drottning ösku og elda. Hvers virði er slíkur sigur? Getur hún ríkt í landi þar sem ógninn er það eina sem heldur henni við völd? Er hún tilbúin til þess? Lok þessarar bókar benda til þess.
Í Dance with Dragons (og reyndar Feast for Crows) fáum við líka vísbendingar um að það sé annað töfra afl á stjá, eða öllu heldur and-töfra afl. Allar bækurnar hafa Maesterarnir verið að grúska í bakgrunninum, upp til hópa vinalegir karlar sem þjóna og ráðleggja aðalpersónunum. Í Feast for Crows var ýjað að því að þeir bæru ábyrgð á að drekarnir hefðu dáið fyrir tíma bókana. Í Dance with Dragons kynnumst við svo Lafði Dustin. Hún er einstaklega bitur íbúi norðursins sem hefur þetta að segja um Maesterana:
„If I were queen, the first thing I would do would be to kill all those grey rats. They scurry everywhere, living on the leavings of the lords, chittering to one another, whispering in the ears of their masters. But who are the masters and who are the servants, truly?
„Every great lord has his maester, ever lesser lord aspires to one. If you do not have a maester, it is taken to mean that you are of little consequence. The grey rats read and write our letters, even for such lords as cannot read themselves, and who can say for a certainty that they are not twisting the words for their own ends? What good are they, I ask you?“
Hún heldur áfram og vill meina að það hafi verið þessum mönnum að kenna að stríðið braust út á sínum tíma. Við hreinlega vitum ekki þegar Dance with Dragons lýkur hvort eitthvað sé til í þessu. En heimili þeirra er Oldtown, einn af stöðunum þar sem aðalpersónur eru að hópast saman þegar bókinni lýkur, það er auðvelt að sjá fyrir sér að þar verði eitthvað uppgjör í Winds of Winter, mögulega uppgjör sem mun segja okkur meira um töfra í þessum heimi.
Sagan dregst saman: Það var mikið.
Í byrjun fyrstu bókar Game of Thrones voru allar sjónarhornspersónurnar, nema Deanerys, á einum stað: Winterfell. Fyrst fór lítill hópur norður (Tyrion, Jon), annar hópur var kjurr (Bran, Catelyn) og stór hópur fór suður til Kings Landing. Catelyn fór suður á eftir eiginmanni sínum, endaði á að fara inn í Dalinn og svo flæktist sagan. Persónur ferðuðust þvers og kruss um Westeros og á tímabili (segjum miðbik Feast for Crows/byrjun Dance with Dragons) virtist sem hver einasta persóna eða svo gott sem væri á sínum stað í sínu eigin ævintýri.
Um miðbik Dance with Dragons virðist sem betur fer sem sögurnar séu að dragast saman. Fyrir norðan eru Jon, Stannis, Theon, Asha Greyjoy og nokkrir minni spámenn. Fyrir austan dragast persónur að Dany eins og flugur að eld. Litlir hópar stefna á Oldtown, King Landing og Dorne. Vissulega eru þetta en fimm, kannski sjö sögusvið eftir því hvernig þú dregur línurnar. Fyrir lesanda er samt alveg frábært að við fáum aftur að sjá sjónarhornspersónur hittast og eiga samleið. Vekur hjá manni von um að þessi risa saga muni einhvern tímann klárast.
Upp úr þurru: Jon Connington.
Í Dance with Dragons er einn óvæntasti viðsnúningur bókanna. Hann er ekki óvæntur á sama hátt og dauðar Ned og Robb, þar sem lesandi trúði ekki að þetta gæti gerst. Hann er óvæntur af því að það er nánast engar vísbendingar í textanum um að hann sé að fara að gerast: Koma Jon Connington og Young Griff inn í söguna. Ég veit ekki til þess að einn einasti maður hafi séð þetta fyrir.
Tyrion Lannister slapp frá að missa höfuðið í lok Storm of Swords með hjálp Varys. Sá síðarnefndi hefur verið ráðgáta alla seríuna, hvað vill hann? Hvað er hann að gera. Í Dance kemur í ljós að hann hefur verið viðrini við samsæri frá því löngu áður en sagan hófst. Samsærið gengur út á að koma syni fyrri konungs aftur á hásætið. Upphaflega ætla þeir að ganga til liðs við Daenerys en Tyrion sannfærir unga manninn um að ráðast frekar beint á konungsríkin sjö og bíða hennar þar.
Dvergnum er svo rænt og innrásin hefst í lok bókarinnar. Það eru vísbendingar um að Young Griff sé ekki sá sem hann virðist vera, en í lok dags skiptir það ekki máli. Hann er með her, hann er tilbúin í stríð þó andstæðingar hans viti ekki einu sinni af því og hann er tilbúin að berjast.
Aftur og aftur í þessari seríu höfum við séð mann með réttlætiskennd og vald koma atburðum af stað, hringrás sem virðist aftur vera að fara af stað hér. Það verður að bíða Winds of Winter að sjá hvaða hlutverk þeir Jon og Griff hafa, en mig grunar að þeir verði táknmynd þess hvernig við gjöldum fyrir glæpi fortíðar.
Tyrion, Jon og Dany – Inn í myrkrið
I’ve always agreed with William Faulkner—he said that the human heart in conflict with itself is the only thing worth writing about. I’ve always taken that as my guiding principle, and the rest is just set dressing.
George R.R. Martin
Í lok Storm of Swords voru þrjár vinsælustu persónurnar komnar á ákveðna endastöð. Jon Snow var ekki lengur olnbogabarn, hann var orðin hershöfðingi. Dany var ekki lengur útlagi, hún var drottning. Tyrion var ekki lengur einn valdamesti maður heimsins, heldur flóttamaður og föðurmorðingi. Í Dance with Dragons byrjar höfundur að skoða hvaða áhrif þetta hefur á þau.
Fyrstu bækurnar var Jon sífellt setur í þær aðstæður að þurfa milli rétts og rangs. Hann kaus nánast alltaf það rétta. Núna þarf hann að velja milli þessa rétta og minna rétta. Að vera hetja eða vera ábyrgur. Að gera allt sem hann getur til að hjálpa óbeint, eða einbeita sér að ógninni að handan.
Hann kolfellur á prófinu. Það sem meira er, maður fagnar því að sjá hann falla á prófinu. Hann beygir reglur, hann blandar sér í stríðið fyrir sunnan og borgar fyrir það með lífi sínu.
Það gerir fallið pínlegra að þegar hann einbeitir sér að ógninni að handan þá er hann frábær foringi. En hann er í hjarta sínu hetja og hann fórnar miklu til að bjarga óbreyttum (fyrrum) óvinum sínum og tekur gífurlega áhættu til að bjarga (að hann heldur) systur sinni. Í lok bókarinnar ætlar hann að bjarga norðrinu frá Bolton ættinni. En til að gera það þarf hann að fórna heiðri sínum og Næturvaktarinnar. Menn hans stoppa hann, með sautján eða svo hnífstungum.
Það er reyndar alveg morgunljóst að hann mun lifna við í næstu bók. Margoft í bókinni er talað um að vargar geti lifað af í dýrinu sínu, það er rauður prestur við vegginn og þeir hafa nokkrum sinnum lífgað persónur aftur til lífsins. Sú staðreynd dregur smá úr högginu við að missa hann.
Dany gerir sitt allra besta til að vera góð drottning. En hún virðist ekki skilja af hverju fólk virðist ekki vera að missa sig úr þakklæti. Hún gerir það sem hún þarf til að tryggja friðin, en tilfinningin er að það sé verið að leika á hana. Þegar hún virðist alveg að vera að ná tökum á stöðunni birtist drekinn hennar á hringleikum og allt fer til andskotans. Hún velur drekann.

Þættirnir voru mikið og réttilega gagnrýndir fyrir að Dany fór á korteri úr því að vera engill með dreka í að vera fjöldamorðingi og stríðsglæpamaður. Ef maður les Dance, vitandi að líklega verði hún skrýmsli, þá er umbreyting nokkuð augljós. Hún velur í loka bókarinnar eld og blóð, verður gaman að sjá hvernig saga hennar endar.
Svo er það Tyrion. Ef Jon og Dany eru að sigla hægt og rólega að myrkari vötnum, þá er Tyrion á hraðbát á leið inn í myrkrið. Kaflarnir hans lesast eins og hryllingsbók. Þegar Song of Ice and Fire hófst virkaði hann sem nokkuð heiðarlegur dvergur, sem var fórnarlamb fjölskyldu sinnar. Þegar Dance with Dragons lýkur er hann orðin að djöfulegum nýhilista sem virðist þrá það heitast að brenna heiminn.
Og hann er að nálgast Dany, að því virðist til að verða ráðgjafi hennar. Ef Martin tekst að breyta honum í aðalillmennið í sögunni, illmenni sem við mundum öll hafa samúð með, væri það eitt af hans stærstu afrekum sem penni.

Lokin
Það er ekki vandamál hvernig Dance With Dragons endar, heldur hvenær. Martin endar á að kíkja við hjá Cersei, Aryu og Jamie, bara staðfesta að þau séu á lífi. Jon endar með hnífin í bakinu, Dany útí óbyggðum umkringd Dothraki og Tyrion er búin að kaupa sé lítinn her. Á sama tíma stefna þónokkrir minni spámenn á höfuðvígi Dany: Meereene. Já og foringjar hennar byrja borgarastríð inni í borginni, sem þýðir að ein stór orrusta er að fara í gang. Já og plágan er komin á fullt í borginni. Já og það stefnir í risaorrustu í kringum Winterfell.
Tilfinningin er að það vanti svona fjórðung aftan á bókina. Það eru risaviðburðir að skella á, en þeir verða að bíða Winds og Winter. Sú bið slagar í heilan áratug, en hver veit, kannski gerast kraftaverk á næsta ári. Dance with Dragons er virkilega fín bók og við endurlesturinn koma kostirnir í bersýnilega í ljós. Það er bara böggandi að fá ekki að sjá ris sögurnar.
Það var sönn ánægja að endurlesa þessa bækur og skrifa um þær. Ég vona að þið hafið notið þess að lesa, ég ætla að skrifa einn pistil í viðbót og gera upp seríuna. Þangað til, lesið heil.