Að lesa um skíthæla

Júlíus Sesar er kannski frægasti maður mannkynsögurnar (sem stofnaði ekki trúarbragð). Ævi hans er ólýsanlegt ævintýri, afrek hans mögnuð og bækurnar sem hann skrifaði voru á kennsluborðum fína fólksins öldum saman. Hann var líka þjóðarmorðingi sem myrti milljónir í nafni einskins nema eigin frama og dagbókinn hans fræga var, sem var skyldulesning hjá fína fólkinu í margar aldir, er fyrst og fremst sjálfsupphafning.

Myndaniðurstaða fyrir ceasar
Gaurinn var dick, samt töffari

Winston Churchill var kannski mikilvægasti stjórnmálamaður síðustu aldar. Hann tók þátt í síðustu sókn riddaraliðs í sögu breska hersins, hann varaði við vá nasisma þegar allt tal um stríð var pólitískt sjálfsmorð og flutti sumar af mögnuðustu ræðum sem ensk tunga á. Hann bar líka óbeint ábyrgð hungursneið á Indlandi, hvatti til notkunar táragas á ættbálka á yfirráðasvæðum Bretta, vildi alls ekki að nýlendur Breta fengju sjálfstæði og þvertók fyrir að Bretar hefðu gert nokkuð rangt í téðum nýlendum.

Kveikjan að þessari grein var nýlegur pistill þar sem Winston Churchill var tekin fyrir. Flest allt sem sagt var í pistlinum var satt, upp að vissu marki. Eins og oft þegar „afhjúpa“ á sögulegar persónur þá voru hans verstu augnablik sýnd samhengislaust og þau sögð vera maðurinn í heild sinni. Ef þú þekktir ekkert til mannsins myndirðu halda að hann hefði verið engu skárri en helsti andstæðingur hans, Hitler.

Myndaniðurstaða fyrir churchill tommy gun poster

En það er ekki markmið að svara þessum pistli eða hrekja hann. Það var setning í honum sem hljóðaði nokkurn veginn svona: „Af hverju hömpum við Churchill þrátt fyrir alla galla hans?„

Það fékk mig til að hugsa: Af hverju í ósköpunum eru mikilmenni sögurnar, sem eru upp til hópa fantar og/eða vondir menn á einn eða annan hátt, svona heillandi?

Að lýta til baka

Einhverja áhugamenn um mannkynssöguna hef ég heyrt segja að þeir geti ekki lesið skáldskap, vegna að þess að raunveruleikinn sé svo miklu klikkaðri. Ég myndi sjálfur ekki ganga svo langt, það eru engir drekar í mannkynssögunni.

Það er samt nóg af efni í sögunni, persónur og leikendur sem fá mann til að grípa andann á loft við lestur. Það er líka nóg af skúrkum og hetjum. Einstaklingar sem náðu að framkvæma svo mikið illt (hæ Genghis Kahn) að það er ómögulegt að ná utan um það. Á sama skapi eru einstaklingar sem gerðu gott, ekki endilega mikið gott, en gerðu gott við svo hryllilegar aðstæður, eða bara héldu í sjálfvirðingu sína þegar 999 af hverjum 1000 hefðu gefið hana upp á bátinn. Maður verður nánast lítill í sér við að lesa um slíkt fólk. En menn eru sjaldnast djöflar né englar. Sjáðu bara fyrir þér eigið líf: Ef ein ákvörðun, einn dagur væri gerð að myndinni af lífi þínu öllu, myndi það sýna fólki hver þú ert í raun og veru? Sama gildir um þjóðir, hvað ef Íslendingar væru frægastir fyrir Baskavígin eða að sonur fyrsta forsetans var nasisti?

Við lesum sögubækurnar bæði okkur til fróðleiks og til skemmtunar. En mér finnst ég stundum skynja þriðju ástæðu: Að lýta til baka og dæma. Sumir virðist aldrei geta séð neitt í sögulegum viðburðum nema dekkstu mögulegu myndina. Kannski er frægasta dæmið um þetta bókin A People‘s History of the United States eftir Howard Zinn. Bókin kom út árið 1980 og var þá byltingarkennd.

Í henni fer Zinn yfir sögu Bandaríkjanna og í hverjum einasta kafla dregur fram þá sem þjáðust mest á hverjum tíma. Þetta er að vissu leyti Marxískur lestur sögurnar, ekkert nema óslitin þrautaganga venjulegs fólks á meðan yfirstéttinn hagnast og lifir í vellystingum. Þegar ég lærði Bandaríska sögu í háskóla (í tengslum við leikhús) var þetta aðalritið sem við lásum.

Þar set ég spurningamerki við. A People‘s History var byltingarkennd þegar hún kom út, vegna þess að hún kom ekki út í tómarúmi. Ástæðan fyrir því að hún er skrifuð á þann hátt að eingöngu það slæma kemst að, er að námsbækur og fræðibækur þess tíma varla minntust varla á það slæma. Það er pínu magnað að glugga í gamlar sögubækur, hvort sem það er á Íslandi, eða utan í heimi. Dýrðarljóminn sem sveipar allt er svo bjartur að í dag lýtur það hlægilegt út. En báðar nálganirnar eru öfgar og hvorug segir alla söguna.

Við sem lesendur og tegund erum ótrúlega góð í að sjá sannanir fyrir því sem við viljum sjá (confirmation bias). Það þarf nánast meðvitað átak til að sjá það sem er þverstætt skoðunum okkar. Þess vegna, ef maður tekur Howard Zinn lestur sögurnar, er ekkert mál að finna ástæður fyrir því hvert einasta mikilmenni, og líka örugglega litlu persónurnar, eru í raun ekki gott fólk. Tala nú ekki um ef við setjum þá kröfu á fortíðina að þau séu með sama siðferði og við í dag. Þannig fær fólk út að Abraham Lincoln hafi í raun verið rasisti sem barðist fyrir afnámi þrælahalds til pólitísks frama.

Sama má segja um viðburði. Með smá leit má finna vel skrifaðar greinar (eftir hálfvita) þar sem því er haldið fram að afnám þrælahalds hafi verið slæmt fyrir þrælana. Öldum saman var því haldið fram að sigrar Sesar í Galleiu (Frakklandi nútímans) hafi verið góð fyrir þá sigruðu, vegna þess að þá fengu íbúarnir að vera hluti af Rómarveldi. Varla var minnst á milljónirnar fjórar sem létust. Í báðum tilfellum eru menn að líta til baka og sjá það sem þeir vilja sjá, sem er mannlegt eðli en ekki endilega gott.

Ég er ekki að segja að það hafi ekki verið til skítseyði. Breskur sagnfræðingur sagði: Mikilmenni, eru nánast aldrei góðmenni. Sú var tíðin að ég heimsögunni var mikilmenninu hampað ofar öllum öðrum. Kenningin var að menn eins og Napóleon, Sesar, Lenin, Bismarck og svo framvegis kæmu fram á nokkra áratuga fresti og færðu söguna áfram. Þessi sögutúlkun er ekki lengur í tísku. Kannski er ástæðan fyrir að þetta var jafn vinsælt og raun bar vitni að um þessa menn voru miklu fleiri heimildir en venjulegt fólk. Það þótti hreinlega ekki nógu merkilegt til að skrifa um. Sem er auðvitað bull og vitleysa. Við getum líklega flest betur samsvarað okkur venjulegum bónda í róm en Sesar, þó við viljum kannski trúa öðru. En það breytir því ekki að þessi mikilmenni eru heillandi.

Ég held að ástæðan fyrir að þessi mikilmenni eru svona heillandi er að í gegnum þau er hægt að segja sögur þar sem þjóðir eru í húfi. Ást Antóníusar og Kleópötru ekki bara rómantík, þegar þau falla fellur síðasta tækifæri Egypsku þjóðarinnar á að frelsa sig undan Rómarveldi. Þegar við lesum um Churchill er það ekki bara einstaklingur að standa gegn nasisma, við erum að lesa um baráttu Breta gegn því að verða þrælaþjóð. Þetta gæti líka útskýrt af hverju sögur af snillingum, t.d. tónlistarmönnum eins og Mozart, ná ekki sömu vinsældum og sögur af stjórnmálamönnum/konungum. Því fylgir hins vegar að þeir sem stjórna hafa nánast allir gert mistök og þau mistök kostuðu mannslíf. Þeir hafa líka allir ákveðna tegund af mikilmennsku brjálæði, þú helst sjaldan í valdastöðu ef þú telur þig ekki verðskulda það.

En hvers vegna þá að lesa um mikilmenninn, ef þeir eru hvort er skíthælar.

Vegna þess að það er spennandi? Vegna þess að getur veitt okkur innsýn í hversu mikil áhrifa ein manneskja getur haft? Síðan hvenær þurfa manneskjur að vera góðar til að vera áhugaverðar?

Síðasti punkturinn er mikilvægastur. Það eru til milljarðar manna, flestir breyskir og eitthvað vont í þeim. Í lang flestu okkar er bæði vont og gott. Þegar menn komast á spjöld sögurnar hafa þeir oftast gert eitthvað sem var stærra en gjörðir meðalmanns. Þá verða gallar manna líka stærri, skína betur í gegn. Í sumum tilfellum gerir það menn illa, í sumum tilfellum bara að gölluðum mönnum. Mín reynsla að oftar en ekki gera þessir gallar söguna áhugaverðari.

Svo er það sem erfiðast er við lestur sögurnar, að lýta á augljós mistök og reyna að setja sig í spor þeirra sem voru ábyrgir og venjulega fólksins sem borgaði reikninginn. Ein óþægilegasta bók sem ég hef lesið er Mein Kampf eftir Adolf Hitler (ég veit að það er klisja að nota hann í svona grein, og mér er sama).

Lesturinn er ekki bara óþægilegur vegna þess að maður veit hver skrifaði bókina. Lesturinn er óþægilegur vegna þess að öðru hverju kinkar maður kolli og hugsar „já ég skil hvað hann meinar þarna.“ Þá man maður hvað maður er að lesa og rennur kalt vatn milli skins og hörunds. Svo reynir maður að setja sig í spor uppgjafahermanns í Þýskalandi, sem er að fara að kjósa, hefur verið að glíma við afleiðingar kreppurnar miklu og man eftir vígvöllum Fyrri Heimstyrjaldar, sem er nýbúin að lesa þessa bók og veit ekki hvernig ástandið verður í Þýskalandi haustið 1944. Maður skilur manninn og það er ekki endilega góð tilfinning, þó mikilvæg sé.

Það að vera áhugamaður um söguna snýst að miklu leyti um að vilja finna samkennd og skilning með þeim sem á undan komu. Til þess þarf að nálgast viðfangsefnin með opnun hug, vilja sjá heildarinmyndina. Ekki lesa til að finna staðfesta eigið gildismat, heldur til að setja sig í spor þeirra sem á undan komu.

Ef svo er að viðfangsefnið er ekkert en annað en illmenni getur maður verið þakklátur fyrir að vera ekki uppi á sama tíma og viðkomandi. Ef að persónan vildi vel en gerði mistök vill maður kannski reyna að hvers vegna hann gerði mistökin, hefði maður gert eitthvað öðruvísi ef maður væri í þeirra sporum og vissi ekki hvað kæmi næst? Og ef persónan gerði eitthvað svo fallegt, svo gott að maður trúir því varla, vona að maður geri það sama ef maður er lendir í svipuðum aðstæðum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s