Augnablikið sem ekki verður (og nokkur sem verða)

Nú þegar faraldurinn nálgast hápunkt sinn skyggir hann á allt. Samfélagið, atvinnulífið, menningarlífið, listaheimurinn og íþróttastarf landsins eru eins og sofandi bangsar sem langar ógurlega að vakna en vita að það er ekki komin tími. Það er skrýtið að hugsa til þess að þetta ástand, þessi bið, er í besta falli hálfnuð og líklega ekki einu sinni það þegar þessi orð er skrifuð (fyrir lesendur framtíðarinnar: skrifað 29.03.2020).

virus-604x400
Ég velti alltaf fyrir mér hversu nákvæmar svona teikningar eru. Og hvers vegna er þessi einstaklingur grænn að innan?!

Það er en skrýtnara að hugsa til þess að það verður ekkert eitt augnablik þegar þessu lýkur. Þegar eldgosum líkur sést það, þegar stríði lýkur er partí. Þegar faraldrinum lýkur verður það hægt og bítandi og á mismunandi tímum á mismunandi stöðum.

Hver veit hvenær þetta klárast allt og lífið fer aftur í gamla farveginn. Íslendingar verða kannski alveg hættir að pæla í veirunni dags daglega á meðan hún er en í fullu fjöri í Hollandi eða Albaníu. Þannig að heimurinn mun ekki fá að anda inn saman og fagna sighróp. Líklega verður heimurinn aldrei aftur eins og hann var, svona atburðir breyta heiminum. En nýr venjuleiki mun komast á.

Það eru samt ákveðin augnablik sem við getum horft fram og vitað að verða skref í rétt átta. Þegar við vitum að já, víst þetta er byrjað stefnum við í venjulegheit aftur. Hér eru þau sem mér dettur í hug.

Fyrst hætta daglegu upplýsingafundirnir og neyðarástandi er aflýst. Ef það verður eitthvað eitt stórt augnablik verður þetta það. Alma, Þórólfur og Víðir munu segja „takk fyrir fundinn“ og vonandi fara heim og steinsofna á sófanum. Það er erfitt að ímynda sér álagið sem þau hafa upplifað. Þeim mun erfiðara að ímynda sér álagið á fólkið í framlínunni, ekki gleyma þeim. Á einhverjum tímapunkti fá þau að setja niður áhyggjulaus og fá sér einn kaffi án þess að pæla í veirunni. Það verður góð stund fyrir alla.

Svo förum við að geta faðmað ættingja áhyggjulaust. Við eigum flest einhvern ættingja sem er í áhættuhóp og okkur finnst erfitt að mega ekki heimsækja. Sjálfur heimsótti ég ömmu örstutt fyrir tveim vikum og fannst stórskrýtið að faðma hana ekki. Þegar við getum farið að heimsækja þau og hitta án þess að pæla í þessum veiruskratta, það verður góð stund. Það verður líka mikilvægt að njóta hennar í botn.

Fótboltinn/handboltinn/körfuboltinn mun snúa aftur. Skipta íþróttir máli á svona stundum? Já og nei. Engin íþrótt skiptir svo miklu máli að það var ekki rétt að fresta þeim. En fyrir þorra þjóðarinnar (og heimsbyggðarinnar) þá eru íþróttir stór hluti af daglegu lífi. Hvort sem það verður að setjast niður fyrir framan skjáinn í fyrsta sinn í marga mánuði og horfa á milljónamæringa elta tuðru, fara á heimavöll liðsins þíns eða skutla barni á æfingu þá verður það stórt skref í átt að hversdagnum gamla. Talandi um æfingar:

Ræktarnar og sundlaugarnar opna aftur og dagurinn eftir að World Class, Reebok og crossfit stöðvarnar opna gæti tekið metið sem mesti harðsperrudagur í sögu þjóðarinnar. Dagurinn sem sundlaugarnar opna aftur verður heimsmetið í heitapottsblaðri slegið.

Inside Iceland's national stadium
Þarna verða nokkur þúsund manns í sumar.

Skólarnir fara aftur á eðlilega opnun: Kannski segir það ykkur að ég er barnlaus að þessi er svona neðarlega. Manni grunar að þetta gerist á undan mörgu hér að ofan, einmitt til að skapa aftur daglega rútínu hjá stórum hluta þjóðarinnar. Veit ekki hvort allir nemendur verði syngjandi glaðir þennan dag, en margir foreldrar verða það. Kannski leiðir þetta til samtals kunningja þar sem ekkert er minnst á coronu.

Reyndar verður þessi veira svolítið eins og veðrið. Þegar við höfum ekkert að tala um munum við ræða veiruna. Vegna þess að við fórum öll í gegnum þetta saman, hvort sem við vildum það eða ekki þá er þessi veira orðin eitthvað sem nánast öll heimsbyggðin upplifði. Frá favelum Río, til ríkistjórnarinnar í Mongólíu og uppsveita Namibíu. Alls staðar í heiminum er fólk að stressa sig, hugsa um og verða fyrir áhrifum út af þessum atburðum. Sem er sturlað að hugsa út í. En enga síður hlakka ég til að hitta einhvern í lok sumars, kjafta um komandi tímabil í Olís deildinni og hugsa ekkert um það sem gerðist í byrjun árs 2020.

Í aðeins fjarlægari framtíð verður klassískt leikverk sett upp og það látið gerast á tímum kórónu. Það er algjörlega óhjákvæmilegt að einhvern tímann á næstu 2-3 árum verður klassískt leikverk sett á svið hér eða í London eða á einhverri stórri hátíð og listamennirnir munu ákveða að gera það  nútímalegt með að láta uppsetninguna gerast árið 2020. Gott og blessað svo sem, bara ekki fyrir mig. Ætla að veðja á að fyrsta verkið verði Óvinur fólksins eftir Ibsen og það verði látið gerast á Norður-Ítalíu. Sem verður skárra en þegar einhver tekur Shakespeare texta og reynir sama leik.

Einhvern tímann í haust mun svo stór og lærður „við brugðumst alltof harkalega við“ pistill er birtast á veðmiðli. Hann nálgast óðfluga, þora að veðja að höfundur (hver svo sem hann er) sé byrjaður að skrifa í huganum. Pistiliinn verður sannfærandi, mun færa góð rök. Við munum efast um sjálf okkur og velta fyrir okkur hvort höfundur hafi ekki rétt fyrir sér. Það er er mikilvægt að horfa í augun á þeim skrifar hann og segja: Nei.

Vegna þess að við vitum í raun ekki enn þá hversu hættuleg þessi veira er. Þegar við glímum við svona ógnir er í lagi að halda að steinn sé ljón, ekki í lagi að halda að ljón sé steinn.

Þetta eru bara nokkur augnablik og viðburðir sem við getum látið okkur hlakka til. Í millitíðinni skulum við reyna að njóta litlu hlutana. Svo ekki sé talað um að nýta óvænta frítíman sem sum okkar hafa fengið til að gera eitthvað uppbyggilegt, eins og að vera duglegri að skrifa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s