Furðulegir fletir: (Bókstafleg) Skita við Normandí

Það er ekki oft sem maður skellir upp úr við lestur bóka um stórorrustur. En sagnfræðingnum Anthony Beevor tókst að lauma inn í bók sína D-Dagur: Orrustan um Normandí (Íslensk þýðing: Elín Guðmundsdóttir) einni stuttri frásögn sem er, í miðju brjálæðinu, sprenghlægileg.

Atvikið gerðist að morgni 6. Júní 1944, D-Dags. Yfir Ermasundið sigldi einn stærsti floti sem haldið hefur á sjó með það að markmiði að stinga gat á Atlantshafsvegg nasista og hefja frelsun Evrópu. Um borð í skipunum voru tugir þúsunda hermanna frá Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Hægt var að skera spennuna með hníf, svo þétt var hún. Bæði spenna eins og við þekkjum hana en líka þandar taugar, því flestir sem áttu að ganga á land vissu að nú var í vændum slæmur dagur þar sem líklegt var að þeir myndu látast eða særast illa.

Hér má sjá HMS Empire Javelin, full hlaðið bátum

Spennan var enn þá meiri hjá hermönnum fyrstu bylgjurnar. Þeir fyrstu til að fara í land voru upp til hópa reyndir hermenn úr herfylkjum sem höfðu barist í Afríku og Ítalíu. Sem þýddi ekki bara að þeir voru færari, þeir vissu við hverju var að búast. Um borð í breska skipinu HMS Empire Javelin var einn slíkur hópur bandarískra hermanna. Almennt samdi könum og bretum ágætlega, sérstaklega þarna um morguninn, allir sameinaðir af verkinu fyrir framan þá. En það þýddi ekki að menn voru ekki tilbúnir í svartan húmor.

Til að koma könunum í land þurfti að láta þá niður í bát við skipsins, bát sem svo átti að bruna með þá í land. En spilið sem báturinn hékk í bilaði og tók um hálftíma að koma því í lag. Ég leyfi Dallas Major að segja söguna:*

„Á þessum hálftíma, notuðu Englendingar tækifærið með hjálp þarmanna og gerðu það sem þeir höfðu þráð að gera allt frá árinu 1776… Við bölvuðum, við grétum og við hlógum en þeir héldur bara áfram. Þegar við lögðum af stað upp á ströndina vorum við allit útataðir í skít!“

Það er skítverk að gera innrásir þó það sé sjaldnast svona bókstaflegt. Ég velti fyrir mér hvort einhverjir dátanna í bátnum (sem lifðu af, mannfall þessarar sveitar var skelfilegt) hafi reynt að hafa upp á skipverjum eftir stríðið og látið þá heyra það.

Það sem eftir lifir bókarinnar er langt frá því að vera fyndin, hún er átakanleg lesning og hefur höfundur ótrúlegt lag á að láta lesenda finna fyrir sársauka og örvæntingu fólksins sem tók þótt í bardaganum. Líka þeim þúsunda sem voru svo óheppnir að búa á svæðinu.

*D-dagur: Innrásin í Normandí bls. 63

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s