Örsögur úr ódýrri íbúð: Sósublettir

Töffarinn og Rósin skrækja úr hlátri í herberginu sínu, á sama tíma fagna ég flissandi í stofunni þegar Luis Suarez setur enn eitt markið fyrir Liverpool gegn Norwich. Hann fór alltaf illa með þá, það sem ég sakna að hafa þennan rugludall í rauðu treyjunni. Liverpool er að vinna, Lávarðurinn er í heimsókn hjá kærastanum, engin heimavinna og í kvöld er partí. Dagur í Paradís, ef væntingum til Paradísar hefur verið stillt í hóf. 

– Ingimar, hrópar Töffarinn úr herberginu, komdu og sjáðu!

Hún er greinilega að springa úr spenningi. Ég á að vita betur en að svara þessu, en samt fer ég inn til þeirra. Þær sitja á rúminu sínu og tölvan er opin. Á skjánum er beinstífur, æðaber limur, þakinn einhvers konar rauðri sósu. Þær eru á Skype, þetta er í beinni útsendingu.

Hvernig á að bregðast við svona, er eitthvað sem er eðlilegt að segja, eitthvað sem maður á að gera? Það er að segja annað en að blóta hátt og grípa ósjálfrátt um augun. Rósin segir milli hláturroka.

– Við vorum að segja honum að setja tabasco á typpið á sér, dettur þér eitthvað verra í hug?

Spurningin kemur flatt upp á mig og ég missi út úr mér:

– Í rassinn?

– Frábær hugmynd! svarar Töffarinn og ég fæ samstundis samviskubit. Ég skelli á eftir mér og minni mig á að spyrja næst hvers vegna þær vilji að ég komi inn til þeirra.

Þetta er sem sagt nýja vinnan þeirra. Til eru menn sem njóta þess að vera niðurlægðir og eru tilbúnir að borga háar fjárhæðir fyrir það. Reyndar var greiðslan aðallega varningur, Töffarinn kvartaði seinna undan því að hún ætti lífstíðarbirgðir af Victoriu Secret-nærfötum en væri í basli með að borga leiguna. 

Þær gátu unnið heima og þurftu ekki að umgangast perrana. Held að þetta síðarnefnda hafi verið stærsti kosturinn, töluvert auðveldara að láta eins og þeir væru ekki fólk þegar þeir voru bara mynd á skjá. Svona eins og þegar sumir segja að þeir gætu aldrei farið til vændiskonu en eru samt meira en til í smá klám í lok dags.

Liverpool-leikurinn verður einhvern veginn öðruvísi eftir þessa sjón. Suarez slengir skoti í vinkilinn og ég glotti einn í stofunni. Það hlýtur að svíða að spila á móti svona manni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s