Þegar forritið forritar mann

Mesti tímaþjófur minn er Youtube. Ég get og hef eytt heilu dögunum í að gleypa í mig efni þar. Sumt að þessu er eitthvað sem ég hef raunverulega gaman af, sé sjálfur ekki mikinn mun á að horfa á heila seríu af Star Trek og að horfa á umfjöllun um Star Trek á Youtube. En allt er gott í hófi og ég velti stundum fyrir mér hvort það sé sniðugt að sitja klukkan þrjú að nóttu að horfa á greiningu á hvort Kafteinn Kirk hafi í raun og veru verið kvennabósi. Sérstaklega þegar ég hef eitthvað að gera daginn eftir.

James T. Kirk | Memory Alpha | Fandom
Niðurstaðan var óvænt

En það er minn löstur. Hins vegar tók ég nýlega eftir dálitlu sem mér fannst magnað. Við vitum öll að það eru forrit sem stýra því sem við sjáum á stóru samfélagsmiðlunum. Ein af þessum staðreyndum sem við vitum öll en pælum lítið í. En ég fékk tækifæri nýlega til að sjá þetta gerast á nokkrum dögum.

Einn af mínum uppáhalds persónum á Youtube er kall sem nefnist True Geordie. Ég kynntist rásinni hans í kringum EM 2016 þegar þórðargleðin var ósvikinn og maður naut þess að horfa á enska fótboltaspekinga missa það vegna stærsta afreks íslenskrar knattspyrnu fyrr og síðar. Hans myndband um leikinn var með þeim skemmtilegri. Ég ætlaði að setja hlekk á það myndband en hann virðist hafa tekið það niður.

En ég hafði gaman af honum og hef síðan haft auga með því sem hann gefur út. Podcastið hans kom mér skemmtilega á óvart og hann er orðin ofboðslega góður í að búa til fjölbreytt og skemmtilegt efni, bæði fyndið og alvarlegt. En þessi pistill er ekki um hann, ekki beint.

Where did poker originate? - HISTORY

Hann ákvað að læra póker. Hann fékk einn af þeim bestu í heiminum til að kenna sér og styrktaraðila til að borga sig inn á risapókermót á netinu. Mér fannst þetta skemmtileg pæling og kveikti á á sunnudagskvöldi. Ætlaði kannski að horfa á klukkutíma eða svo… einmitt. Ég var vakandi til tvö að horfa á hann og steytti hnefanum í loftið þegar ljóst var að hann hafði náð að vinna sér inn pening á mótinu. Þið verðið að treysta mér með að það var magnað afrek.  

Svo gerði ég það sama viku seinna og aftur viku eftir það. Í millitíðinni fór ég að gúggla hinu og þessu um póker og var farinn að pæla í að opna reikning á síðu styrktaraðilans til að prufa mig áfram. Þangað til þarna um kvöldið var mér skítsama um þetta spil sem ég spilaði síðast í menntaskóla. En allt í einu var ég farin að hugsa um hvernig væri best að leika ákveðnum höndum, hvernig væri að blöffa, hvort viský félagar mínir væru til í að prufa póker í stað Dungeons and Dragons næst þegar við hittumst.

Það hjálpaði þessari dellu að í hvert sinn sem ég opnaði Youtube mældi algoriðminn frægi með nýjum myndböndum um póker. Gaurum að streyma spilinu, greiningu og svo framvegis. Stundum klikkaði ég á, oftast meira að segja. Ég fattaði hvað var í gangi þegar ég var farinn að horfa á tuttugu ára klippur af stórmótum. Það var pínu eins og að horfa í spegil og hugsa: Hvern fjandann er ég að gera?

Bara svo ég segi það: Ég hef ekkert á móti póker sem slíkum. Þetta er skemmtilegt spil og svo lengi sem fólk er ekki að vera fávitar og veðja pening sem það má ekki missa þá segi ég bara gangi þér vel. Það sem gaf mér smá sjokk var að nánast finna hvernig net forritinn voru að endurforrita mig til að hafa meiri áhuga póker. Auðvitað var undirliggjandi einhver áhugi. En forritið sá að það var hægt að fá mig til að eyða tíma í þetta og nýtti sér það.

Þá fór ég að hugsa um allt sem maður er að gleypa í sig á netinu. Hjá mér eru það tattú fólk, loftfimleikar og ræktarfólk á instagram, allt fótbolta og töluleikja dótið á Youtube, pólitíska draslið á Twitter og svo framvegis og framvegis. Hversu margt er þarna á bara vegna þess að maður hafði smá áhuga á þessu á einhverjum tímapunkti og heldur áfram að tikka inn vegna þess að forritið veit að maður sýnir þessu smá áhuga. Athygli okkar er gjaldmiðill á netinu og allir að keppast um hana, maður ætti kannski að vera ögn meðvitaður um hvernig maður eyðir henni.

Svo var það hitt, það er hægt að nýta sér þetta. Tökum sem dæmi eftir þér ræktarmyndir á Instagram innblástur frekar en óþolandi. Ef maður fylgir bara nokkrum einstaklingum sem eru í þeim heimi byrjar forritið að dæla í því efni sem blæs manni eldmóð. Sama er hægt að gera með til dæmis málverk, jafnvel tónlist og svo framvegis. Á móti kemur að í smá stund varð ég meðvitaður um allt ruslið sem ég innbyrði á þessum miðlum. Hversu mikil áhrifin eru á hugsun mína eru veit ég ekki, en þau eru einhver. Við vitum öll að það að borða hollt hefur áhrif á líkamann. Hlýtur það ekki að vera að lesa og horfa á hollt hafi áhrif á hugsunina?

Ég er ekki með neina djúpa pælingu til að klára þennan pistil. En kannski smá áskorun, ef þú tekur eftir einhverju á samfélagsmiðlum, spurðu þig af hverju það er verið að sýna þér það og hvort þú viljir vera að sjá þetta. Ef ekki er blokk takkinn besta uppfinning net aldarinnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s