Þrjátíu pælingar á þrítugsafmæli.

Ég skrifaði svona grein í fyrra og sé enga ástæðu til að endurtaka ekki leikinn. Þetta eru ekkert endilega fullmótaðar hugmyndir, bara hlutir og spurningar sem ég er búin að vera að pæla í eða lærði á þessu ári sem er að líða.

 1. Byrjaðu greinar á að vista skjalið. Var rúmlega hálfnaður með þessa grein í gær en gleymdi að vista áður en ég lokaði tölvunni. Ó jæja.
 2. Ekkert toppar gleðina að frumsýna. Nema kannski að frumsýna einleik sem maður skrifaði sjálfur og vann með frænda sínum, á hátíð sem var engan vegin viss um yrði haldin. Guide to Guiding var einn af hápunktum lífs míns.
 3. Sparnaður er gull. Ég var einn af þeim sem sáu atvinnu mína sökkva í óvissu þegar Covid gerðist. En að eiga sparnað fleyta mér í gegnum einhverjar mánuði var svo hollt við geðheilsuna að það er nánast ólýsanlegt.
 4. Maður æfist í köldu pottum og getur dottið úr æfingu. Laugarnar lokuðu í um mánuð og það var lengsti tími sem ég hef sleppt þeim í svona tvö ár. Kom mér á óvart hvað þetta var orðið miklu erfiðara.
 5. Við erum bara að klára byrjunina. Mér finnst allir sem tala um bóluefni fyrir áramót hljóma bjartsýnir. Finnst þetta óþægileg tilhugsun. Þetta er líklega önnur bylgja sem við erum í, ekki seinni.
 6. Samstaða er ekkert mál, í sex vikur. Samstaða Íslendinga var ofboðslega falleg í apríl. Nú er þetta erfiðara, því núna sitjum við ekki öll í sömu súpu og þá er þetta erfiðara.
 7. Ég vildi óska að handboltinn og leikhúsið myndi berjast eins og fótboltinn. Ég er ekki endilega sammála því hvernig fótboltafólk er búið að berjast með kjafti og klóm að fá að láta eins og ekkert hafi í skorist. Dáist af baráttunni, ekki endilega sammála henni.
 8. Maður er manns gaman.
 9. Ljúft er að minnast liðins böls. Fékk þennan málshátt um páskana, fannst hann eiga ansi vel við.
 10. Hvernig verður svona tími góður? Heyrði þessa spurningu þegar við vorum um það bil að læsa okkur inni. Mjög stoltur af því hvað ég gerði með allan þennan auka tíma.
 11. Það sem við innbyrðum er mikilvægt, andlega og líkamlega.
 12. Þegar faraldurinn er gerður upp munum við annað hvort segja að við brugðumst allt of harkalega við, eða ekki nógu. Það er ekki séns að við munum segja: Þetta var hæfilegt.
 13. Í byrjun faraldursins stóð ríkisstjórnin sé mjög vel… í að vera ekki fyrir. Núna þarf líklega að taka erfiðari ákvarðanir.
 14. Að vera launþegi hefur sína kosti. Eins og til dæmis uppsagnarfrest.
 15. Plönturnar mínar eru en á lífi!
 16. Ekkert segir mér að mér líði illa eins og þegar mig langar að starta rifrildi á twitter. Gerist ekki oft, en þegar það gerist veit ég að það er eitthvað að angra mig, sem ég er ekki að viðurkenna.
 17. Í covid sjáum við þolinmæði náttúrunnar berjast við hraða nútímans.
 18. Sjónvarp hefur breyst rosalega fram á 30 árum. Ég er að horfa á Star Trek Deep Space 9 hægt og rólega. Maður gerði sér ekki grein fyrir hversu margt hefur breyst í gerð sjónvarps á ekki lengri tíma.
 19. Byrjaði aftur að fara út að hlaupa í ár. Og hugsa ég hætti því aftur. Bara ekki mín tegund æfingar.
 20. Lokadraft er ekki síðasta draft. Ég merkti fjögur uppköst af Guide To Guiding „loka.“ Meinti það í öll skiptin.
 21. Alltaf sama sagan á afmælum: Manni finnst alltaf að það eigi að koma einhver uppljómum. En þetta er bara næsti dagur. Með kökum.
 22. Sambandslit eru aldrei skemmtileg.
 23. Húsfélög eru á núlli þegar þau eiga fyrir neyðarviðgerð. Uppgötvaði þetta þegar ég tók við sem formaður húsfélagsins.
 24. Hvað ætli fyrrverandi eigendum WOW finnist um meðferðina sem Icelandair er að fá núna?
 25. Við hefðum líklega getað sleppt helmingnum af markaðsetningunni fyrir Guide to Guiding. Hef bara ekki hugmynd um hvaða helming. Tengt því:
 26. Plaggöt eru tímasóun.
 27. Það eru 330 miljónir manns í Bandaríkjunum. Og Trump og Biden eru þeir sem eru í framboði. Það er eitthvað kerfinu.
 28. Það er gaman að gera hlaðvarp. Hafði ofboðslega gaman að því að taka viðtöl við áhugavert fólk fyrir Fringe hlaðvarpið. Ætla að gera meira af því, ekki viss hvenær og hvernig.
 29. Ég þarf að læra hver takmörk mín eru tíma og orkulega. Ég er of gjarn að segja bara já við hlutum. Það getur verið kostur en líka galli þegar ég er komin með allt of mikið í dagatalið og sinni engu vel.
 30. Þetta ár fer í sögubækurnar. Ætli þær muni ná utan um hvað hlutirnir gerðust bæði ótrúlega hratt suma daga og svo hægt á meðan við vorum að bíða.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s