Mér var hent á hlutabótarleiðina aftur nýlega. Til að reyna að gera eitthvað uppbyggilegt ákvað ég að birta hér á síðunni eina góða frétt hvern dag sem ég er heima. Það er alveg nóg af slæmum fréttum þetta ár, alveg eins gott að birta einhverja gleði.
Fyrir um 2000 árum voru nokkrir Naszcar. Þetta voru íbúar svæðis sem í dag tilheyrir Perú, um það bil 350 kílómetrum frá höfuðborginni Lima. Þessir nú gleymdu einstaklingar skáru í bergið risavaxinn kött, um það bil 37 metra langan. Hver skurður hefur verið ágætis vinna, en línurnar eru á bilinu 30-40 sentímetra breiðar í eyðimerkurklett.
Fólkið sem skar út þessa skemmtilegu mynd hefur ekki órað fyrir því að tveimur árþúsundum síðar myndi kall á svæðinu fljúga dróna yfir svæðið og taka yfir daufum útlínum kattarins. Hann tilkynnti köttinn til yfirvalda og fornleifafræðingar hófust handa við að gera hann sýnilegan á ný. Því verki lauk núna í október og þegar Perú byrjar að trekkja að sér ferðamenn á ný mun þessi skemmtilega skepna líklega vekja mikla gleði. Eins og við vitum öll þá eru aldrei of margir kettir á netinu, svo hér fylgir myndin af þessum skemmtilega forngrip:
