Góðar fréttir: Geimfar klukkar smástirni

Mér var hent á hlutabótarleiðina aftur nýlega. Til að reyna að gera eitthvað uppbyggilegt ákvað ég að birta hér á síðunni eina góða frétt hvern dag sem ég er heima. Það er alveg nóg af slæmum fréttum þetta ár, alveg eins gott að birta einhverja gleði.

Þegar kemur að vísindum í geimnum er stundum magnað hversu langur tími þykir eðlilegur. Eða kannski eru það vísindin almennt og ég er bara ofur óþolinmóður nútímamaður. Allavega. Síðustu tvö ár hefur geimfarið Osiris-Rex (dramatísk nöfn eru afar mikilvæg í gemferðum, eða allavega afar skemmtileg) verið að elta smástirnið Bennu (sem heitir fullu nafni 101955 Bennu). Tilgangurinn var að ná að klukka Benna og stela af því ögn af ryki.

Að klukka stirnið hljómar einfalt en er það alls ekki. Bennu ferðast í kringum sólina á 28 kílómetra hraða á sekúndu. Það tekur 18 mínútur að fyrir merki frá jörðinni þannig að ekki var hægt að láta mann um að stýra. Það þurfti að forrita sjálfstýringu í farið og senda það af stað. Já og gemfarið kostaði jafn mikið og rúmlega þrettán þúsund Teslur. Langar þig að vera gaurinn sem forritar geimfarið, sendir það af stað og býður svo eftir því að frétta hvort Osiris brotlendir.

Bennu kallinn

En þeim tókst að klukka Benna og nú tekur við nokkura daga bið. Það þarf að athuga hvort klukkið hafi skilað nægu ryki um borð í farið. Svo tekur við löng ferð heim til jarðar. Rykið sem var safnað (sandur væri líklega betra orð) er frá þeim tíma þegar pláneturnar voru að myndast svo það gæti gefið ýmsar vísbendingar um fyrstu ár(milljarða) sólkerfisins.

Heimild

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s