Furðulegir fletir: (Bókstafleg) Skita við Normandí

Það er ekki oft sem maður skellir upp úr við lestur bóka um stórorrustur. En sagnfræðingnum Anthony Beevor tókst að lauma inn í bók sína D-Dagur: Orrustan um Normandí (Íslensk þýðing: Elín Guðmundsdóttir) einni stuttri frásögn sem er, í miðju brjálæðinu, sprenghlægileg.

Atvikið gerðist að morgni 6. Júní 1944, D-Dags. Yfir Ermasundið sigldi einn stærsti floti sem haldið hefur á sjó með það að markmiði að stinga gat á Atlantshafsvegg nasista og hefja frelsun Evrópu. Um borð í skipunum voru tugir þúsunda hermanna frá Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Hægt var að skera spennuna með hníf, svo þétt var hún. Bæði spenna eins og við þekkjum hana en líka þandar taugar, því flestir sem áttu að ganga á land vissu að nú var í vændum slæmur dagur þar sem líklegt var að þeir myndu látast eða særast illa.

Hér má sjá HMS Empire Javelin, full hlaðið bátum

Spennan var enn þá meiri hjá hermönnum fyrstu bylgjurnar. Þeir fyrstu til að fara í land voru upp til hópa reyndir hermenn úr herfylkjum sem höfðu barist í Afríku og Ítalíu. Sem þýddi ekki bara að þeir voru færari, þeir vissu við hverju var að búast. Um borð í breska skipinu HMS Empire Javelin var einn slíkur hópur bandarískra hermanna. Almennt samdi könum og bretum ágætlega, sérstaklega þarna um morguninn, allir sameinaðir af verkinu fyrir framan þá. En það þýddi ekki að menn voru ekki tilbúnir í svartan húmor.

Til að koma könunum í land þurfti að láta þá niður í bát við skipsins, bát sem svo átti að bruna með þá í land. En spilið sem báturinn hékk í bilaði og tók um hálftíma að koma því í lag. Ég leyfi Dallas Major að segja söguna:*

„Á þessum hálftíma, notuðu Englendingar tækifærið með hjálp þarmanna og gerðu það sem þeir höfðu þráð að gera allt frá árinu 1776… Við bölvuðum, við grétum og við hlógum en þeir héldur bara áfram. Þegar við lögðum af stað upp á ströndina vorum við allit útataðir í skít!“

Það er skítverk að gera innrásir þó það sé sjaldnast svona bókstaflegt. Ég velti fyrir mér hvort einhverjir dátanna í bátnum (sem lifðu af, mannfall þessarar sveitar var skelfilegt) hafi reynt að hafa upp á skipverjum eftir stríðið og látið þá heyra það.

Það sem eftir lifir bókarinnar er langt frá því að vera fyndin, hún er átakanleg lesning og hefur höfundur ótrúlegt lag á að láta lesenda finna fyrir sársauka og örvæntingu fólksins sem tók þótt í bardaganum. Líka þeim þúsunda sem voru svo óheppnir að búa á svæðinu.

*D-dagur: Innrásin í Normandí bls. 63

Augnablikið sem ekki verður (og nokkur sem verða)

Nú þegar faraldurinn nálgast hápunkt sinn skyggir hann á allt. Samfélagið, atvinnulífið, menningarlífið, listaheimurinn og íþróttastarf landsins eru eins og sofandi bangsar sem langar ógurlega að vakna en vita að það er ekki komin tími. Það er skrýtið að hugsa til þess að þetta ástand, þessi bið, er í besta falli hálfnuð og líklega ekki einu sinni það þegar þessi orð er skrifuð (fyrir lesendur framtíðarinnar: skrifað 29.03.2020).

virus-604x400
Ég velti alltaf fyrir mér hversu nákvæmar svona teikningar eru. Og hvers vegna er þessi einstaklingur grænn að innan?!

Það er en skrýtnara að hugsa til þess að það verður ekkert eitt augnablik þegar þessu lýkur. Þegar eldgosum líkur sést það, þegar stríði lýkur er partí. Þegar faraldrinum lýkur verður það hægt og bítandi og á mismunandi tímum á mismunandi stöðum.

Hver veit hvenær þetta klárast allt og lífið fer aftur í gamla farveginn. Íslendingar verða kannski alveg hættir að pæla í veirunni dags daglega á meðan hún er en í fullu fjöri í Hollandi eða Albaníu. Þannig að heimurinn mun ekki fá að anda inn saman og fagna sighróp. Líklega verður heimurinn aldrei aftur eins og hann var, svona atburðir breyta heiminum. En nýr venjuleiki mun komast á.

Það eru samt ákveðin augnablik sem við getum horft fram og vitað að verða skref í rétt átta. Þegar við vitum að já, víst þetta er byrjað stefnum við í venjulegheit aftur. Hér eru þau sem mér dettur í hug.

Fyrst hætta daglegu upplýsingafundirnir og neyðarástandi er aflýst. Ef það verður eitthvað eitt stórt augnablik verður þetta það. Alma, Þórólfur og Víðir munu segja „takk fyrir fundinn“ og vonandi fara heim og steinsofna á sófanum. Það er erfitt að ímynda sér álagið sem þau hafa upplifað. Þeim mun erfiðara að ímynda sér álagið á fólkið í framlínunni, ekki gleyma þeim. Á einhverjum tímapunkti fá þau að setja niður áhyggjulaus og fá sér einn kaffi án þess að pæla í veirunni. Það verður góð stund fyrir alla.

Svo förum við að geta faðmað ættingja áhyggjulaust. Við eigum flest einhvern ættingja sem er í áhættuhóp og okkur finnst erfitt að mega ekki heimsækja. Sjálfur heimsótti ég ömmu örstutt fyrir tveim vikum og fannst stórskrýtið að faðma hana ekki. Þegar við getum farið að heimsækja þau og hitta án þess að pæla í þessum veiruskratta, það verður góð stund. Það verður líka mikilvægt að njóta hennar í botn.

Fótboltinn/handboltinn/körfuboltinn mun snúa aftur. Skipta íþróttir máli á svona stundum? Já og nei. Engin íþrótt skiptir svo miklu máli að það var ekki rétt að fresta þeim. En fyrir þorra þjóðarinnar (og heimsbyggðarinnar) þá eru íþróttir stór hluti af daglegu lífi. Hvort sem það verður að setjast niður fyrir framan skjáinn í fyrsta sinn í marga mánuði og horfa á milljónamæringa elta tuðru, fara á heimavöll liðsins þíns eða skutla barni á æfingu þá verður það stórt skref í átt að hversdagnum gamla. Talandi um æfingar:

Ræktarnar og sundlaugarnar opna aftur og dagurinn eftir að World Class, Reebok og crossfit stöðvarnar opna gæti tekið metið sem mesti harðsperrudagur í sögu þjóðarinnar. Dagurinn sem sundlaugarnar opna aftur verður heimsmetið í heitapottsblaðri slegið.

Inside Iceland's national stadium
Þarna verða nokkur þúsund manns í sumar.

Skólarnir fara aftur á eðlilega opnun: Kannski segir það ykkur að ég er barnlaus að þessi er svona neðarlega. Manni grunar að þetta gerist á undan mörgu hér að ofan, einmitt til að skapa aftur daglega rútínu hjá stórum hluta þjóðarinnar. Veit ekki hvort allir nemendur verði syngjandi glaðir þennan dag, en margir foreldrar verða það. Kannski leiðir þetta til samtals kunningja þar sem ekkert er minnst á coronu.

Reyndar verður þessi veira svolítið eins og veðrið. Þegar við höfum ekkert að tala um munum við ræða veiruna. Vegna þess að við fórum öll í gegnum þetta saman, hvort sem við vildum það eða ekki þá er þessi veira orðin eitthvað sem nánast öll heimsbyggðin upplifði. Frá favelum Río, til ríkistjórnarinnar í Mongólíu og uppsveita Namibíu. Alls staðar í heiminum er fólk að stressa sig, hugsa um og verða fyrir áhrifum út af þessum atburðum. Sem er sturlað að hugsa út í. En enga síður hlakka ég til að hitta einhvern í lok sumars, kjafta um komandi tímabil í Olís deildinni og hugsa ekkert um það sem gerðist í byrjun árs 2020.

Í aðeins fjarlægari framtíð verður klassískt leikverk sett upp og það látið gerast á tímum kórónu. Það er algjörlega óhjákvæmilegt að einhvern tímann á næstu 2-3 árum verður klassískt leikverk sett á svið hér eða í London eða á einhverri stórri hátíð og listamennirnir munu ákveða að gera það  nútímalegt með að láta uppsetninguna gerast árið 2020. Gott og blessað svo sem, bara ekki fyrir mig. Ætla að veðja á að fyrsta verkið verði Óvinur fólksins eftir Ibsen og það verði látið gerast á Norður-Ítalíu. Sem verður skárra en þegar einhver tekur Shakespeare texta og reynir sama leik.

Einhvern tímann í haust mun svo stór og lærður „við brugðumst alltof harkalega við“ pistill er birtast á veðmiðli. Hann nálgast óðfluga, þora að veðja að höfundur (hver svo sem hann er) sé byrjaður að skrifa í huganum. Pistiliinn verður sannfærandi, mun færa góð rök. Við munum efast um sjálf okkur og velta fyrir okkur hvort höfundur hafi ekki rétt fyrir sér. Það er er mikilvægt að horfa í augun á þeim skrifar hann og segja: Nei.

Vegna þess að við vitum í raun ekki enn þá hversu hættuleg þessi veira er. Þegar við glímum við svona ógnir er í lagi að halda að steinn sé ljón, ekki í lagi að halda að ljón sé steinn.

Þetta eru bara nokkur augnablik og viðburðir sem við getum látið okkur hlakka til. Í millitíðinni skulum við reyna að njóta litlu hlutana. Svo ekki sé talað um að nýta óvænta frítíman sem sum okkar hafa fengið til að gera eitthvað uppbyggilegt, eins og að vera duglegri að skrifa.

Flottir frasar, til gamans (og gagns?)

Eitt af skemmtilegri orðum íslenskunar er hagyrðingur. Bæði fallegur hljómburður og að það lýsir fullkomlega því sem það á við um. Maður eða kona sem kemst vel að orði og er hagkvæm í orðavali sínu. Eins og mörg góð orð lýsir það skilmerkilega einhverju sem annars þarf setningar, jafnvel málsgreinar, til að koma orði að. Svona eins og þessi málsgrein. Orð sem eiga heima á sömu hillu eru til dæmi hrútskýring, ljósmóðir eða vágestur. Þessi orð eiga það til að vinna orð ársins hjá RÚV og þau leynast víða í tungumálinu.

Eins skemmtileg og þessi orð eru þá eru fullkomnir frasar skemmtilegri. Málshættir eru augljósasta dæmi, nánast listform út af fyrir sig, sex orða sögur eru annað dæmi, mottó og aðrar fleygar setningar. Þegar einhverjum tekst að kjarna eitthvað fullkomlega í nokkrum orðum. Brandarar eru annað dæmi um slíka frasa. Það er nauðsynlegt að auðvelt sé að muna frasann. Þeir bestu eiga það til að hreiðra um sig innra með okkur og skjótast fram í hugann á réttri stundu.

Ég hef alltaf borið óttablandna virðingu fyrir svona frösum, haft gaman af þeim en líka velt fyrir mér hvort þeir séu endilega af því góða. Ef gagnlegur og skemmtilegur frasi kemur að notum á góðri stund, gæti þá slæmur frasi verið skaðlegur?

Tökum dæmið „maður lifir bara einu sinni.“ Við vissar kringumstæður er þetta auðvitað frábær leið til að keyra í sig hugrekki og láta vaða á eitthvað. En oft segir maður þetta bara við sig til þess að réttlæta áttunda bjórinn (þegar fimmti var líklega mistök).

Þetta er allt inngangur að því að fjalla um frasa sem eru mér sérstaklega hugleiknir. Ég ætla að leyfa mér sú tilgerð að vera með einn á latínu og pælingarnar bakvið hann.

Memento mori.

Róm, árið eitthvað fyrir Krist. Hershöfðingi hefur unnið sigur og fær sem verðlaun skrúðgöngu í gegnum borgina þar sem allir syngja hans lofa. Í einn dag fær hann á táknrænan hátt að þykjast vera guð meðal manna. En bakvið hann stendur einn þræll sem hvíslar sífellt að honum „memento mori.“ Mundu að þú ert dauðlegur.

Hvort þessi frasi hafi hafist á þennan dramatíska hátt eða sprottið upp einhvern veginn í félagsneti Rómar er ómögulegt að segja. Kannski bara uppspuni sagnfræðinga fyrri alda. En stóuspekingarnir gerðu hann að einum að hornsteinum speki sinnar. Orðin eru einföld tilmæli: Mundu að þú ert dauðlegur.

Ísland-Frakkland:Mynd Raggi Th.
Nútímaútgáfa af því að heilla hetjur

Sumir kunnu að finnast það niðurdrepandi að hugsa reglulega um dauðleika sinn en ég hef alltaf upplifað það sem velkomið spark í afturendann. Tími okkar á þessari jörð er takmarkaður og stundum gleymir maður því. Pældu í hversu skrýtið markmið það er að „drepa tíman.“ Eina auðlindinn sem við vitum að er 100% takmörkuð er tíminn, mér finnst gott að minna mig á það áður en ég hverf niður í þriggja tíma twitter holu (sem ég er klárlega sekur um reglulega).

Að sama skapi fyrir skapstóran mann getur þetta verið leið til að minna sig á þessi litli hlutur sem er svo sturlað pirrandi mun líða hjá og í stór samhenginu skipta engu máli. Líka að muna að njóta vindsins í hárinu, stunda með fjölskyldunni og þess að liggja með bók. Andartökin tifa.

Til sölu. Barnaskór. Ónotaðir. (Á frummálinu: For sale: Baby shoes. Never Worn.)

Ég lærði á sínum tíma að Hemingway hefði skrifað þessa sex orða sögu, en það er víst ekki rétt. Flest verður samt betra ef maður ímyndar sér Hemingway sem þátttakanda í því. Fyrir mér er hún fullkominn. Tragísk, en það fattast ekki fyrr en í loka orðinu. Hvert einasta orð skiptir máli og í öðru hverju orði er maður breytist upplifun mann af því sem maður er að lesa. Þegar ég las hana í fyrsta sinn var það einn af þessum listrænu jarðskjálftum sem maður upplifir stundum. Að sjá hversu ótrúlega mikið er hægt að gera með nánast engu og velta fyrir sér hvort maður muni nokkur tímann skrifa eitthvað jafn fullkomið.

Maður er manns gaman.

Málshættir eru áhugaverðir. Ég veit ekki betur en að flest tungumál eigi einhverja málsháttahefð og hver man ekki eftir basli í menntaskóla þegar það var nauðsynlegt að þýða málshátt með öðrum málshætti. Við Íslendingar erum kannski sér á báti með að troða þessum gullkornum í súkkulaði til að koma þeim ofan í börnin (ekki bókstaflega).

Þessi málsháttur reynir ekki að vera sniðugur. Hann segir bara mjög einfaldan sannleik á eins skýran máta og mögulegt er. En hann er líka málsháttur sem hægt er að kafa ofan í. Við erum í grunninn ofur félagslyndir apar, ein grimmasta pynting sem þekkist er algjör einangrun. Við lifum á tímum þar sem hægt er að blekkja sig í að maður upplifi samneyti við aðra gegnum samfélagsmiðla, en líka hefur aldrei verið auðveldara að halda sambandi við fólk víðs vegar um heiminn, þarf ekki nema síma eða nettenginu.

Svo er vert að spyrja sig, ef forfeður okkar smíðuðu þennan málshátt (og gerðu gestum hátt undir höfuð), hvers vegna upphefjum við þann sem stendur einn jafn mikið og við gerum?

Góð saga skal ei sannleikans gjalda.

Þessi hefur verið mér hugleikinn síðan í menntó. Málið er að fáar sögur eru eins skemmtilegar eins og sögur af honum „Einar frænda.“ Tröllasögur, ýktar djammsögur, sögur af vandræðalegum fyrstu stefnumótum og svo framvegis. Hverjum er ekki sama hvort það sé satt eða ekki að einhver hafi verið settur í gifs í steggjun og ekki verið sagt að hann væri í raun heill fyrr en eftir brúðkaupið? Venjulega skiptir samhengi svo miklu máli, þegar við erum að hlægja saman af óförum hvors annars, er það beinlínis skaðlegt.

Að lokum…

Þetta er auðvitað dropi í hafið. Mögulega geri ég þessar færslur að reglulegu innslagi hér. En mig langar að spyrja hvort það eru einhverjir svona frasar sem eru ykkur sérstaklega hugleiknir?

Að lesa um skíthæla

Júlíus Sesar er kannski frægasti maður mannkynsögurnar (sem stofnaði ekki trúarbragð). Ævi hans er ólýsanlegt ævintýri, afrek hans mögnuð og bækurnar sem hann skrifaði voru á kennsluborðum fína fólksins öldum saman. Hann var líka þjóðarmorðingi sem myrti milljónir í nafni einskins nema eigin frama og dagbókinn hans fræga var, sem var skyldulesning hjá fína fólkinu í margar aldir, er fyrst og fremst sjálfsupphafning.

Myndaniðurstaða fyrir ceasar
Gaurinn var dick, samt töffari

Winston Churchill var kannski mikilvægasti stjórnmálamaður síðustu aldar. Hann tók þátt í síðustu sókn riddaraliðs í sögu breska hersins, hann varaði við vá nasisma þegar allt tal um stríð var pólitískt sjálfsmorð og flutti sumar af mögnuðustu ræðum sem ensk tunga á. Hann bar líka óbeint ábyrgð hungursneið á Indlandi, hvatti til notkunar táragas á ættbálka á yfirráðasvæðum Bretta, vildi alls ekki að nýlendur Breta fengju sjálfstæði og þvertók fyrir að Bretar hefðu gert nokkuð rangt í téðum nýlendum.

Kveikjan að þessari grein var nýlegur pistill þar sem Winston Churchill var tekin fyrir. Flest allt sem sagt var í pistlinum var satt, upp að vissu marki. Eins og oft þegar „afhjúpa“ á sögulegar persónur þá voru hans verstu augnablik sýnd samhengislaust og þau sögð vera maðurinn í heild sinni. Ef þú þekktir ekkert til mannsins myndirðu halda að hann hefði verið engu skárri en helsti andstæðingur hans, Hitler.

Myndaniðurstaða fyrir churchill tommy gun poster

En það er ekki markmið að svara þessum pistli eða hrekja hann. Það var setning í honum sem hljóðaði nokkurn veginn svona: „Af hverju hömpum við Churchill þrátt fyrir alla galla hans?„

Það fékk mig til að hugsa: Af hverju í ósköpunum eru mikilmenni sögurnar, sem eru upp til hópa fantar og/eða vondir menn á einn eða annan hátt, svona heillandi?

Að lýta til baka

Einhverja áhugamenn um mannkynssöguna hef ég heyrt segja að þeir geti ekki lesið skáldskap, vegna að þess að raunveruleikinn sé svo miklu klikkaðri. Ég myndi sjálfur ekki ganga svo langt, það eru engir drekar í mannkynssögunni.

Það er samt nóg af efni í sögunni, persónur og leikendur sem fá mann til að grípa andann á loft við lestur. Það er líka nóg af skúrkum og hetjum. Einstaklingar sem náðu að framkvæma svo mikið illt (hæ Genghis Kahn) að það er ómögulegt að ná utan um það. Á sama skapi eru einstaklingar sem gerðu gott, ekki endilega mikið gott, en gerðu gott við svo hryllilegar aðstæður, eða bara héldu í sjálfvirðingu sína þegar 999 af hverjum 1000 hefðu gefið hana upp á bátinn. Maður verður nánast lítill í sér við að lesa um slíkt fólk. En menn eru sjaldnast djöflar né englar. Sjáðu bara fyrir þér eigið líf: Ef ein ákvörðun, einn dagur væri gerð að myndinni af lífi þínu öllu, myndi það sýna fólki hver þú ert í raun og veru? Sama gildir um þjóðir, hvað ef Íslendingar væru frægastir fyrir Baskavígin eða að sonur fyrsta forsetans var nasisti?

Við lesum sögubækurnar bæði okkur til fróðleiks og til skemmtunar. En mér finnst ég stundum skynja þriðju ástæðu: Að lýta til baka og dæma. Sumir virðist aldrei geta séð neitt í sögulegum viðburðum nema dekkstu mögulegu myndina. Kannski er frægasta dæmið um þetta bókin A People‘s History of the United States eftir Howard Zinn. Bókin kom út árið 1980 og var þá byltingarkennd.

Í henni fer Zinn yfir sögu Bandaríkjanna og í hverjum einasta kafla dregur fram þá sem þjáðust mest á hverjum tíma. Þetta er að vissu leyti Marxískur lestur sögurnar, ekkert nema óslitin þrautaganga venjulegs fólks á meðan yfirstéttinn hagnast og lifir í vellystingum. Þegar ég lærði Bandaríska sögu í háskóla (í tengslum við leikhús) var þetta aðalritið sem við lásum.

Þar set ég spurningamerki við. A People‘s History var byltingarkennd þegar hún kom út, vegna þess að hún kom ekki út í tómarúmi. Ástæðan fyrir því að hún er skrifuð á þann hátt að eingöngu það slæma kemst að, er að námsbækur og fræðibækur þess tíma varla minntust varla á það slæma. Það er pínu magnað að glugga í gamlar sögubækur, hvort sem það er á Íslandi, eða utan í heimi. Dýrðarljóminn sem sveipar allt er svo bjartur að í dag lýtur það hlægilegt út. En báðar nálganirnar eru öfgar og hvorug segir alla söguna.

Við sem lesendur og tegund erum ótrúlega góð í að sjá sannanir fyrir því sem við viljum sjá (confirmation bias). Það þarf nánast meðvitað átak til að sjá það sem er þverstætt skoðunum okkar. Þess vegna, ef maður tekur Howard Zinn lestur sögurnar, er ekkert mál að finna ástæður fyrir því hvert einasta mikilmenni, og líka örugglega litlu persónurnar, eru í raun ekki gott fólk. Tala nú ekki um ef við setjum þá kröfu á fortíðina að þau séu með sama siðferði og við í dag. Þannig fær fólk út að Abraham Lincoln hafi í raun verið rasisti sem barðist fyrir afnámi þrælahalds til pólitísks frama.

Sama má segja um viðburði. Með smá leit má finna vel skrifaðar greinar (eftir hálfvita) þar sem því er haldið fram að afnám þrælahalds hafi verið slæmt fyrir þrælana. Öldum saman var því haldið fram að sigrar Sesar í Galleiu (Frakklandi nútímans) hafi verið góð fyrir þá sigruðu, vegna þess að þá fengu íbúarnir að vera hluti af Rómarveldi. Varla var minnst á milljónirnar fjórar sem létust. Í báðum tilfellum eru menn að líta til baka og sjá það sem þeir vilja sjá, sem er mannlegt eðli en ekki endilega gott.

Ég er ekki að segja að það hafi ekki verið til skítseyði. Breskur sagnfræðingur sagði: Mikilmenni, eru nánast aldrei góðmenni. Sú var tíðin að ég heimsögunni var mikilmenninu hampað ofar öllum öðrum. Kenningin var að menn eins og Napóleon, Sesar, Lenin, Bismarck og svo framvegis kæmu fram á nokkra áratuga fresti og færðu söguna áfram. Þessi sögutúlkun er ekki lengur í tísku. Kannski er ástæðan fyrir að þetta var jafn vinsælt og raun bar vitni að um þessa menn voru miklu fleiri heimildir en venjulegt fólk. Það þótti hreinlega ekki nógu merkilegt til að skrifa um. Sem er auðvitað bull og vitleysa. Við getum líklega flest betur samsvarað okkur venjulegum bónda í róm en Sesar, þó við viljum kannski trúa öðru. En það breytir því ekki að þessi mikilmenni eru heillandi.

Ég held að ástæðan fyrir að þessi mikilmenni eru svona heillandi er að í gegnum þau er hægt að segja sögur þar sem þjóðir eru í húfi. Ást Antóníusar og Kleópötru ekki bara rómantík, þegar þau falla fellur síðasta tækifæri Egypsku þjóðarinnar á að frelsa sig undan Rómarveldi. Þegar við lesum um Churchill er það ekki bara einstaklingur að standa gegn nasisma, við erum að lesa um baráttu Breta gegn því að verða þrælaþjóð. Þetta gæti líka útskýrt af hverju sögur af snillingum, t.d. tónlistarmönnum eins og Mozart, ná ekki sömu vinsældum og sögur af stjórnmálamönnum/konungum. Því fylgir hins vegar að þeir sem stjórna hafa nánast allir gert mistök og þau mistök kostuðu mannslíf. Þeir hafa líka allir ákveðna tegund af mikilmennsku brjálæði, þú helst sjaldan í valdastöðu ef þú telur þig ekki verðskulda það.

En hvers vegna þá að lesa um mikilmenninn, ef þeir eru hvort er skíthælar.

Vegna þess að það er spennandi? Vegna þess að getur veitt okkur innsýn í hversu mikil áhrifa ein manneskja getur haft? Síðan hvenær þurfa manneskjur að vera góðar til að vera áhugaverðar?

Síðasti punkturinn er mikilvægastur. Það eru til milljarðar manna, flestir breyskir og eitthvað vont í þeim. Í lang flestu okkar er bæði vont og gott. Þegar menn komast á spjöld sögurnar hafa þeir oftast gert eitthvað sem var stærra en gjörðir meðalmanns. Þá verða gallar manna líka stærri, skína betur í gegn. Í sumum tilfellum gerir það menn illa, í sumum tilfellum bara að gölluðum mönnum. Mín reynsla að oftar en ekki gera þessir gallar söguna áhugaverðari.

Svo er það sem erfiðast er við lestur sögurnar, að lýta á augljós mistök og reyna að setja sig í spor þeirra sem voru ábyrgir og venjulega fólksins sem borgaði reikninginn. Ein óþægilegasta bók sem ég hef lesið er Mein Kampf eftir Adolf Hitler (ég veit að það er klisja að nota hann í svona grein, og mér er sama).

Lesturinn er ekki bara óþægilegur vegna þess að maður veit hver skrifaði bókina. Lesturinn er óþægilegur vegna þess að öðru hverju kinkar maður kolli og hugsar „já ég skil hvað hann meinar þarna.“ Þá man maður hvað maður er að lesa og rennur kalt vatn milli skins og hörunds. Svo reynir maður að setja sig í spor uppgjafahermanns í Þýskalandi, sem er að fara að kjósa, hefur verið að glíma við afleiðingar kreppurnar miklu og man eftir vígvöllum Fyrri Heimstyrjaldar, sem er nýbúin að lesa þessa bók og veit ekki hvernig ástandið verður í Þýskalandi haustið 1944. Maður skilur manninn og það er ekki endilega góð tilfinning, þó mikilvæg sé.

Það að vera áhugamaður um söguna snýst að miklu leyti um að vilja finna samkennd og skilning með þeim sem á undan komu. Til þess þarf að nálgast viðfangsefnin með opnun hug, vilja sjá heildarinmyndina. Ekki lesa til að finna staðfesta eigið gildismat, heldur til að setja sig í spor þeirra sem á undan komu.

Ef svo er að viðfangsefnið er ekkert en annað en illmenni getur maður verið þakklátur fyrir að vera ekki uppi á sama tíma og viðkomandi. Ef að persónan vildi vel en gerði mistök vill maður kannski reyna að hvers vegna hann gerði mistökin, hefði maður gert eitthvað öðruvísi ef maður væri í þeirra sporum og vissi ekki hvað kæmi næst? Og ef persónan gerði eitthvað svo fallegt, svo gott að maður trúir því varla, vona að maður geri það sama ef maður er lendir í svipuðum aðstæðum.

Furðulegir fletir – Churchill og hitaveitan

Stundum í sögugrúski rekst maður á hluti sem fá mann til að segja: Ha? Ekki endilega viðburðir sem skipta miklu máli, bara litlir fletir sem fá mann til að klóra sér í hausnum. Gerðist þetta í alvöru? Af hverju í ósköpunum sagði viðkomandi þetta? Hvað vakti fyrir?

Eitt slíkt atvik er í The Second World War eftir Winston Churchill. Bókin er sex binda þrekvirki og stórmerkilegt rit. Hún er saga Seinni Heimstyrjaldarinnar, skrifuð af og frá sjónarhorni eins af mikilvægustu leiðtogum stríðsins. Hún er líka pínu hættuleg, bók skrifuð af starfandi pólitíkus sem er langt því frá hlutlaus og hefur allan hag af því að hlutirnir séu séðir á ákveðin hátt.

En fyrir Íslending er eitt augnablik í bókinni, í raun ekki nema hálf síða, sem fær mann til að lyfta augabrún. Churchill er nákvæmur í lýsingum sínum á viðburðum og segir meðal annars frá stuttri heimsókn sinni til Reykjavíkur. Þar talar hann fallega um land og þjóð frá en segir líka:

“…I found the time to see the new airfields we were making, and also to visit the wonderful hot springs and the glasshouses they are made to serve. I thought immediately that they should also be used to heat Reykjavik and tried to further this plan even during the war. I am glad that it has now been carried out.”

Með öðrum orðum: Winston Churchill þykist hafa átt hugmyndina af hitaveitukerfi Reykjavíkur. Ha?

Maðurinn sagði líka: Sagan verðu mér hliðholl, því ég ætla að skrifa hana.

Í bók þar sem hann segir frá valdatöku nasista, eigin hetjusögu (uppfullri af Breskri hógværð eins og hún gerist best), bók sem segir frá stærstu og dramatískustu viðburðum síðustu aldar. Í þeirri bók finnur hann tímann til að þykjast hafa átt hugmyndina af því að Íslendingar hiti húsin sín með heita vatninu sem streymir upp úr jörðinni. Af hverju í ósköpunum?

Magnús Erlendsson kom með nokkuð áhugaverða kenningu um þetta í viðtali við Winstonchurchill.org. Hann segir eftirfarandi

„During 1934 Churchill went through a lot of trouble and had to dig deep into his pockets to get heating installed for the outdoor pool at Chartwell, his country home in Kent. So when he saw the hot springs at Reykir during his visit to Iceland, all he could see was “free” hot water welling up from the ground—something for which he had had to pay a lot of hard-earned money.“

Sem sagt, fyrir stríð var Churchill í svo miklu basli með að hita húsið sitt að hann þróaði með sér áhuga á hitaveitum og áttaði sig á að á Íslandi var möguleikinn á því að koma á frábæru kerfi fyrir það.

Þvottalugar Reykjavíkur 1924. Vatn þaðan var síðar notað til að hita meðal annar Austurbæjarskólar.

Mín persónulega kenning (hef nákvæmlega ekkert fyrir mér) er að lyktin af hverunum hafi verið svo minnistæð að Winston bara varð að koma þessu frá sér þegar hann skrifaði frá Íslandsheimsókn sinni. Hver svo sem ástæðan er var skemmtilegt að reka augun í þessa staðhæfingu Churchills. Kitlar egóið í Íslendingnum að í þessari risa bók hans finni hann ástæðu til að tala um hveri Reykjavíkur.

Ferðasaga – Fyrsta ferð á stórmót (í handbolta)

Höfundarréttur: RÚV

Ákvörðun var tekin eftir leik Íslands og Rússlands að skella sér til Malmö á Ísland-Svíþjóð í lokaleik milliriðla á EM.  Lóló og Spagla vour ferðafélagarnir, rétt eins og á EM í fótbolta. Lóló kæmi með frá Íslandi, Spagli myndi hitta okkur í Malmö. Síðasti leikurinn var sá eini sem ég gat náð vegna vinnu, þetta yrði stutt ferð. Út á miðvikudegi, leikur um kvöldið og heim daginn eftir.

Það plan fór beint út um gluggann þegar verð á flugi voru skoðuð. Ég veit að það eru ógurlegir útreikningar á því hvernig flugverð eru reiknuð út. Mig langar bara að skilja hvernig það0 munaði rúmum 45.000 krónum á flugi á fimmtudegi og föstudegi, föstudag í vil. Þar sem við vorum að fá hótelið á um 8.000 nóttina var það auðveld ákvörðun að taka einn leti dag í Köben. Lóló varð að komast heim á fimmtudeginum, en var að lokum fegin að við höfðum herbergið í tvær nætur.

Áhættan við að panta flug á lokaleik milliriðla er augljós: Hvað ef það er ekkert í húfi þegar að þeim kemur. Væntingavísitala landsliðsins fór í hæstu hæðir eftir frábæra leiki gegn Danmörku og Rússlandi. Hún hrundi á kunnuglegar slóðir í hörmungar seinni hálfleik gegn Ungverjum. Eftir Noregsleikinn var stemningin orðin „ó jæja, þetta verður allavega gaman.“

Við sem elskum íþróttir erum frek. Við viljum að liðin okkar vinni, alltaf, og ef þau tapa verðum við reið og pirruð. Ég reyni að minna mig á að þetta er ekki sanngjörn krafa, að íþróttamenn eru sjaldan jafn lélegir og þeir líta út á verstu stundunum og sjaldan jafn góðir og þeir líta út á þeim bestu. Eina krafan sem mér finnst sanngjörn er að leikmenn og þjálfarar líti út fyrir að nenna því sem þeir eru að keppa í. Þess vegna voru fyrstu tíu gegn Noregi svona mikil hörmung og seinni hálfleikur jafn frábær og raun bar vitni. Unga kynslóðin hjá íslenska landsliðinu virðist brenna fyrir þjóðsöngnum og voru hársbreidd frá að stela stigi eða stigum gegn einu besta liði heims, eftir að Norðmenn fengu 7 mörk í forgjöf. En við fögnum slíkum endurkomum vegna þess að þær gerast nánast aldrei.

Þannig að þegar bróðir minn skutlaði okkur út á völl var ljóst að Ísland hafði að engu að keppa. Já, hægt var að búa til einhverja röð draumaúrslita þar sem Slóvenar yrðu Evrópumeistarar og Íslendingar fengu sæti í umspili um Ólympíuleikana. En maður vissi að það var ekki að fara gerast, leyfði sér samt að vona. Það var komið í ljós áður en leikurinn við Svía hófst að þetta var endanlega dauður draumur.

Ferðin út var óspennandi og leiðinleg, eins og flugferðir eiga að vera. Spagli býr í Osló og eins allir Íslendingar sem búa erlendis, þarf að fá skammt af íslensku nammi reglulega. Hann hafði beðið okkur að koma með einn poka af djúpum. Við ákváðum að taka með okkur minnsta pokann og éta helminginn úr honum. Síðan var planið að rétta Spagla pokann og þegar hann væri búin að komast yfir sjokkið gefa honum hafa hin kílóinn þrjú sem við keyptum.

Við supum smá bjór, kjöftuðum um túrisma á Íslandi og eitt og annað. Þegar við komust á áfangastað kom hótelið á óvart. Virkilega á óvart. Lóló sá um bókunina og sagði mér að þetta væri hostel. Ég sá fyrir mér kojur, sturtu í sameiginlegu rými og líklegast grasreykjandi grikkja í næsta herbergi. Síðast þegar ég fór á hostel hugsaði ég: Ok, ég er orðin of gamall til að nenna þessu. Eina ástæðan fyrir að ég samþykkti þetta hostel var að það var hræódýrt.

Í staðinn fyrir raunverulegt farfuglaheimili vorum við á fínu hótelherbergi, með sturtu og öllum græjum. Þetta var í raun fullkomið og næst þegar ég fer til Köben verður þetta fyrsti staður sem ég skoða. Næst var það heilög stund: Kebab. Að vera orðin mátulega svangur og kjamsa ógreinanlegri kjöttegund með einhverri sósu og grænmeti á síðasta söludegi er ekkert annað en himneskt. Verst að það er aldrei seldur öl á svona stöðum.

Svo upp í lestina og yfir til Malmö. Manni brá við að vera heilsað af vopnuðum lögreglu mönnum við landamæri Svíþjóðar. Ég segi heilsa, ég meina að fá illt augnaráð og þurft að rétta fram vegabréf. Hugsjóninn um landamæralausa Evrópu er falleg en virðist eiga erfitt uppdráttar þessa dagana.

Eftir komuna til Malmö (og einn eða svo Nocco) fundum við barinn þar sem stuðningsmenn Íslendinga, Norðmanna og Svía hittust. Eini viðburðurinn sem ég hef komið á sem var sambærilegur þessum leik var EM í fótbolta, í París. Það var allt annar heimur. Hér voru stuðningsmenn þriggja landa að hittast á einum bar, allir brosandi og kjaftandi. Það var ekki sama „nei, þú hér“ stemning og auðvitað færra fólk. Ef leikurinn hefði skipt máli hefðu líklega verið fullt hús Íslendinga en mér sýndist að flestir voru skynssamir og farið á fyrstu leikina.

Einn Norðmaður stóð þó upp úr: Norske Kóngurinn. Karlinn var á miðjum aldri, með norska fánann á andlitinu, utan um axlirnar, á hattinum og gekk um með kúabjöllur. Hann var greinilega búin að fá sér nokkra bjóra fyrr um daginn og kannaðist við Spagla. Hann lýsti stoltur yfir að hann hefði skipað öllum fylgjendum sínum að „Áfram Ísland!“ og að Noregur yrði Evrópumeistarar. Ég sagði honum að við yrðum að halda með Slóveníu, þeir væru eina leið okkar á Ólympíuleikanna. Hann minnti mig á að hans lið væri komið á leikanna, ég sagði honum að hann væri að svindla: Hann héldi með liði sem væri gott í handbolta. Svo var hann víst fyrrum alþjóðadómari, fannst reyndar geggjað að svoleiðis reynslubolti væri að hjálpa til við að keyra upp stemninguna hjá Norðmönnum.

Við ákváðum að fara frekar á Noreg-Slóvenía en að hanga á barnum. Stemningin sem við vonuðumst eftir virtist ekki líkleg til að myndast. Sá leikur var þrusu skemmtun. Það er vanmetið að mæta á handbolta leiki þar sem maður er í raun hlutlaus. Maður nær að njóta leiksins á annan hátt, meta gæðin í báðum liðum og slaka á, nokkuð sem ég er nánast alveg ófær um að gera þegar FH eða Ísland eru að keppa.

Svo var það stund sannleikans. Eftir tvo bjóra í höllinni (og einn pilsner í blekkjandi umbúðum) þá var þjóðsöngur Íslands sunginn og stuðningsmennirnir tóku undir. Svo voru þjóðsöngur Svía sunginn við eilítið meiri undirtektir. Það var pínu sorglegt að sjá hversu mörg sæti voru tóm. Sagan segir að Danir hafi verið svo sigurvissir að þeir hafi verið búin að kaupa einhver þúsund miða sem voru ónotaðir. Sorglegt, en pínu fyndið.

Það er eitt að sjá liðið sitt tapa leik sem skiptir ekki máli, annað að sjá frá mínútu fimm að þeir eru að fara að tapa. Þvílíka hörmungin sem þessi leikur var. Það er fyrir meiri handboltamenn en mig að kryfja þetta mót, að tjá sig um fáránleika þess að tveir reynsluboltar í liðinu hafi farið að kvarta á samfélagsmiðlum strax eftir leik um að umræðan heima hafi verið of neikvæð og um það hvort framtíð liðsins er björt eða svört. Ég naut þess sjálfur að styðja liðið, að vera á útivelli þar sem 90% áhorfenda studdu hina og ég var brjálaður í skapinu eftir leik. Það er leyndarmálið við að vera sjúklega tapsár: Maður nýtur þess lúmskt að vera brjálaður eftir leiki.

Spagli ákvað að hoppa með okkur yfir til Kaupmannahafnar (ég steinsvaf í lestinni) því við höfðum gleymt djúpunum. Undir lok leiksins fékk Lóló tilkynningu um að fluginu hans hefði verið aflýst. Hann fékk nótabene ekki tilkynninguna frá SAS sem hann var að fljúga með, fékk hana frá google-frænda sem les alla tölvupóstana hans og tók eftir að hann átti miða í aflýst flug. Hann fékk að lokum tilkynningu um að hann væri komin með nýjan flugmiða frá SAS, tveimur tímum eftir að flugið átti að fari í loftið.

Spagli hló mikið af djúpu magninu, minn eftir að ég opnaði alla pokana og sturtaði úr þeim í fríhafnarpokann. Af hverju gerði ég það? Lóló sagði að það yrði fyndið og eftir að hafa sofið lítið og drukkið nóg framkvæmdi ég án hugsunar. Stóri gallinn við þetta var að nú var Spagli vopnaður þrem kílóum af litlum kúlum sem hann gat kastað í okkur Lóló, sem hann gerði. Áttum við það skilið? Já já, getum alveg viðurkennt það. Skömmu seinna var komin tími á þrettán tíma svefn.

Dagur tvö var viðburðalaus og þægilegur. Ég var örlítið hissa að sjá Lóló sofandi á hinu rúminu þegar ég vaknaði, hann var tvístiga um það kvöldið áður hvort hann færi upp á völl eða ekki. Að lokum svaf hann út og fékk miða heim á föstudeginum. Þegar við klæddum okkur uppgötvuðum við að: Spagli hafði troðið djúpum í alla vasa á yfirhöfnum okkar, aðrar lágu á víð og dreifð um gólfið og en aðrar höfðu verið undir okkur í rúminu. Við borðuðum skyndibita, drukkum bjór með félaga sem býr í Köben, blótuðum strákunum okkar og horfðum á Liverpool. Besti hluti dagsins var að fara á Bastard Cafe, borðspilabar í miðborginni sem ég er yfir mig hrifin af.

Fátt fleira er að segja frá í þessari ferð. Hún var ekkert sérstaklega viðburðarík, ekkert sérstakt fór úrskeiðis. Ég gleymdi meira að segja að taka myndir. Stundum eru ferðalög frábær út af ævintýrum, þetta frí var frábært vegna skorts á þeim. Eina slæma sem gerðist (fyrir mig) var að gleyma bakpoka á Bastard og skokka til baka tæpan kílómetra, já og að fluginu heim seinkaði um klukkutíma.  Danir eru mikið að markaðsetja hygge þessa daganna. Þessi ferð var einmitt það: hygge. Hlátur með vinum, ömurlegur handboltaleikur og góðar stundir. Er hægt að biðja um meira þangað til næst?

Staðan 2019

The Fireworks in Reykjavik

Já árið líður og þá lítur maður ósjálfrátt til baka. Voru síðustu tólf mánuðir góðir? Slæmir? Hvað mátti fara betur? Hvað hefði getað verið verra? Ég á það til að sjá bara það sem betur mátti fara en er að reyna að venja mig á muna líka það sem vel fór. Það sem ég er að reyna að gera meira en nokkuð er að gera skrif að vinnunni minni þannig að ég ákvað að fara yfir 2019 og fara yfir það sem ég hef skrifað. Vonandi verður þetta árlegt og greinin lengist á hverju ári.

Það er bara ein vonbrigði í ár: Náði ekki að finna útgefanda fyrir Örsögur úr ódýrri íbúð. 2018 var árið sem ég skrifaði handritið en ég einfaldlega sparkaði ekki í rassinn á mér nóg til að senda það á alla mögulega útgefundur. Ég fékk nei frá einum og þrúgandi þögn frá öðrum. Ég hefði átt að senda á fleiri. Það er eitt af stóru málum 2020, ég er tilbúin að takast á við nei frá öllum útgefendum landsins, það segir mér að bókin er ekki nógu góð fyrir þá. Það pirrar mig að hafa bara ekki sent handritið nógu víða.

Ég tók þátt í einu Rauðu Skáldahúsi á árinu, á Reykjavík Fringe Festival. Þessi kvöld eru alltaf skemmtileg og gaman að hitta allt fólkið á þeim. Að lesa ljóð fyrir bara eina manneskju í einu og alltaf jafn magnað, kannski það nánast sem maður gerir með ljóðin. Reykjavík Fringe Festival er líka frábær hátíð, myndi gráta það hátt að geta ekki tekið þátt í henni á neinn hátt.

Í haust fékk ég svo smásögu útgefna í Skandala. Ég náði ekki að taka þátt í útgáfuhófinu og ég enduruppgötvaði eina stærstu reglu skrifa: Besta leiðin til að finna innsláttarvillu er að gefa út og opna söguna. Þú finnur villuna, strax, í síðustu setningunni. Var ég smá pirraður? Já. Var ég sáttur að sjá sögu eftir mig í fyrsta sinn í prenti, valin af fólki sem þekkir mig ekki? Ólýsanlega.

Ef ég mæli orðum skrifuðum, þá fór stærstur hluti ritstarfa minna 2019 í Liverpool og FH.. Fyrir þessa tvo miðla endaði ég með um það bil þrjátíu skýrslur og upphitanir og nokkra stærri pistla. Lang skemmtilegast var að skrifa um sigur FH í Bikarnum. Ég brunaði úr Húsafelli til Reykjavíkur eftir vinnu til að vera viðstaddur undanúrslitaleikinn og dauðsá svo eftir að hafa ekki verið búin að redda mér fríi daginn eftir fyrir úrslitaleikinn, sem ég horfði á í stofunni í Húsafelli. Hin greinin sem stendur upp úr er risa upphitun sem ég skrifaði fyrir leik Liverpool og Flamengo. Að fá tækifæri til að skrifa um Brasilíu á þessum vettvangi var geggjað.

Ég tók líka á skarið á tveimur verkefnum sem mig hefur lengi langað að framkvæma. Annað er þessi síða hér, sem hefði auðvitað mátt vera virkari og verður það 2020. Markmiðið er samt ekki að byggja upp fjölmiðil heldur CV á henni og það tikkar áfram. Ég er sérstaklega ánægður með greinina um píanó. Hitt er svo póstlistinn. Það er búin að vera unun að setjast niður mánaðarlega og skrifa það bréf, svo ekki sé talað um að fá svörin við bréfunum. Það er eitt þriðja verkefni sem mun tilheyra 2020, meira um það seinna.

Það voru líka tvö verk, skáldsaga og ljóðabálkur, sem ég skrifaði á árinu en fór ekki lengra en annað uppkast. Skáldsagan þarf ég að endurskrifa frá grunni, mun vonandi gera það seinni hluta þessa árs.

Árið kláraðist á einu litlu og skemmtilegur ritverki. Vinur minn bað mig að skrifa jólaljóð um kærustuna hans, í stíl jólasveinakvæða Jóhannes úr Kötlum. 13 ferskeytlur á ensku, vissulega mikið púsluspil en gaman að takast á við þetta.

Þetta er staðan árið 2019-20. Vonandi verður þessi grein helmingi lengri að ári.

Gleðilegt ár og takk fyrir lesturinn. Núna ætla ég að fara og sprengja flugelda.

Góðar spurningar, svari betri

Góð spurning er svari betri. Svar er endanlegt, stoppar vöxt hugsunarinnar. Þegar við teljum okkur hafa svarið hættum við að leita af betri svörum, betri þekkingu. Svör verða aldrei betri en spurningin, ef spurningin er klikkuð verður svarið klikkað. Góð spurning leiðir okkur niður nýja ganga þekkingar, flettir upp svörum sem okkur hefði aldrei dottið í hug.

Myndaniðurstaða fyrir winnie the pooh thinking
Vanmetin hugsuður, sífellt að spyrja.

Af hverju skiptir þetta mál? Betri spurningarnar eru skilvirk og hröð leið til að bæta hugsun. Rétt spurning sker í gegnum vandamálin, finnur betri hugsun. Skýr og góð hugsun er ekki sjálfsögð. Menning okkar er fjandsamleg því að stoppa og hugsa. Að finna sér ró og spyrja sig erfiðra, en góðra, er leið til að bæta hugsun sína.

Ég hef alltaf haft áhuga á góðum spurningum og reynt að safna þeim. Summar þessara spurninga hafa leitt til stórra ákvarðana, hjálpað mér að finna skemmtilegar sögur og oft gefið mér hugrekki til að keyra á eitthvað sem ég var hræddur við. Til dæmis að stofna þessa litlu síðu, uppsetningu leikverka og flutninga milli landa.

Það er mikilvægt að svara spurningunum, sérstaklega þessum þyngri, á blaði. Við þekkjum öll þessa skrýtnu tilfinningu þegar hugsanir okkar virðast hlaupa í hringi, endurtaka sig í sífellu án þess að komast að niðurstöðu. Pappírinn hefur þann eiginleika að fanga hugsanir, sýna okkur hvar þær eru óskýrar og hvar þær endurtaka sig. Með öðrum orðum: Að skrifa er góða leiðin til að hugsa upphátt.

-Hvað er það versta sem gæti gerst og hvernig myndi ég laga það.

Þessa er gott að nota þegar maður stendur frammi fyrir stóri ákvörðun. Oft notum við „hvað er það versta sem gæti skeð“ til að keyra í okkur hugrekki. En stundum er óttinn réttlætanlegur. Stundum er það versta sem gæti skeð eitthvað virkilega slæmt. Þá er gott að vera með plan, sjá fyrir sér hvernig maður myndi komast aftur á þann stað sem maður er á. Oft minnkar óttinn við það eða við sjáum að það sem við óttumst er einfaldlega ekki það mikið mál.

-Hvað ef ég hefði tíu sinnum meiri pening? Helmingi minni tíma?

Ég heyrði þessa í samhengi við ferðalög, en hún hjálpaði mér meðal annars við uppsetningu leiksýningar. Tilgangurinn er ekki að láta sig dreyma um miklu meiri aur, eða að gera hlutina miklu hraðar. En þegar við veltum þessum fyrir okkur og skrifum þetta niður kemur oft í ljós að það sem við höldum að taki svakalega upphæð er hægt að gera nokkuð auðveldlega með smá skapandi hugsun.

Tilgangurinn með tíma spurningunni er að grafa sig niður mikilvægasta þættinum í verkinu. Svona spurningar er gott að taka alvarlega á meðan þeim er svarað. Líklega verða einhver svaranna gagnslaus, en inn á milli leynist oft mjög nytsamlegt svar.

 -Hvað er fyndið við þetta?

Við gerum öll mistök, við skömmumst okkur öll fyrir eitthvað. Að finna fyndnina við þau er þægileg aðferð til að fá eitthvað gott úr mistökunum. Tala nú ekki um þetta er eitthvað sem við skömmumst okkur fyrir, hlátur drepur skömm hratt og örruglega. mun betra ef við náum að læra af þeim líka.

-Hvað fengi mig til að skipta um skoðun á X?

Við höfum sterkar skoðanir á mörgu: Mataræði, stjórnmálaflokkum, listamönnum og fleira og fleira. Það er hollt að spyrja sig hvað þyrfti til þess að maður skipti um skoðun. Vegna þess að ef svarið er ekkert, hefur maður líklega ekki hugsað djúpt um téð mál. Ef þú getur orðað mótrökin gegn eigin skoðunum betur en þeir sem eru ósamála þér, ertu í góðum málum.

-Hvað meina ég með þessu X?

Hefurðu einhvern tímann orðið vitni að rifrildi, þar sem er alveg ljóst að fólkið er að rífast um algjörlega sitthvorn hlutinn? Trú, hollt, harka, jafnrétti, sanngirni, frelsi, femínismi, réttlæti, guð. Þetta eru allt stór hugtök sem við notum mikið, en vitum við hvað við meinum með þessum orðum? Ef við erum ekki einu sinni viss um okkar eigin skilgreiningu, hvernig getum við rætt þessa hluti við aðra, sem hafa líklega sína eigin skilgreiningu.

-Hvað er jákvæðasta ástæða þess að hann er ósammála mér?

Þetta á sérstaklega við um stjórnmál. Allt of oft gerum við ráð fyrir að hin hliðin sé ill, heimsk eða fáviss. En kannski er forgangsröðun þeirra bara önnur, kannski er reynsla þeirra önnur, kannski vita þeir eitthvað sem við vitum ekki. Það má nefna þetta jákvæðni prinsippið: Ekki gera ráð fyrir illsku nema þú hafir sterk rök fyrir því.

-Hvað vil ég að fólk segi í jarðarförinni minni? Hvað myndi fólk segja ef hún væri á morgun?

Það er ekki endilega niðurdrepandi að hugsa til eigin dauða. Það gefur manni einbeitingu, það minnir mann á að við höfum bara ákveðið marga daga á þessari jörðu og við ættum að nýta þá. En það getur verið hollt að hugsa um það sem kemur næst. Hvernig viltu láta minnast þín? Ertu að gera það sem verðskuldar slíkar minningar? Ef ekki, hvers vegna ekki?

-Hvaða sögu er ég að segja sjálfum mér?

Þessi er mér sérstaklega hugleikinn. Ég er að reyna að verða atvinnupenni, ég elska sögur meira en flestir. Sögur hafa mátt, en sögur eru ekki raunveruleikinn. Heimurinn skuldar okkur ekki hamingjusaman endi, né getum við séð fyrir því hvernig okkar eigin saga endar. Að segja sjálfum sér sögu getur verið nytsamlegt, en hún getur líka orðið fjötur, jafnvel sjálfsblekking.

Átt þú þér einhverja uppáhaldsspurningu, eitthvað sem þú spyrð þig regluleg og finnst það hjálpa þér? Endilega deildu ef svo er.

Game of Thrones endurlesin – Stutt uppgjör

Myndaniðurstaða fyrir song of ice and fire
Eintökin mín líta sirka svona út

Þegar sjónvarpsþáttaröðin Game of Thrones var að klárast ákvað ég nota það sem spark í rassinn og endurlesa bækurnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég les þær allar, fyrstu þrjár er ég líklega búin að lesa á tveggja til þriggja ára fresti síðan 2007. En þetta er í fyrsta sinn sem ég tek einbeitta skorpu og les þær sem eina heild.

Auðvitað gerði ég þetta fyrst og fremst vegna þess að þetta eru spennandi bækur. Ef Martin tekst að klára síðustu tvær í sama gæðaflokki mun Song of Ice and Fire vera minnst sem áhrifamestu fantasíu seríu síðan Hringadrottinssaga kom út.

En ég var líka forvitinn að sjá hvernig upplifuninn af bókunum hafði breyst, sjá hvort það væru enn þá faldir gullmolar sem ég hafði ekki tekið eftir (svarið: já) og hvað ég gæti lært af bókunum. Eitt sem breytist í mann þegar maður verður ritlistamaður er að maður les öðruvísi. Maður fer að reyna greina tæknina bakvið textann (reyndar alla list) og átta sig á hvernig höfundur fer að því sem hann gerir.

Myndaniðurstaða fyrir song of ice and fire
Þessi mynd er ótengd efni greinarinnar, en getur einhver reddað mér svona?

Endurlesturinn.

Að skrifa greinarnar var leið til að fanga hugsanir mínar um bækurnar og vonandi hefur einhver haft gaman að því að lesa þá. Satt besta að segja er ég ekki sáttur með hvernig þessar greinar heppnuðust. Það vantar eitthvað hryggstykki í þær, án þess að ég sé viss um hvað það ætti að vera. En ég er að þessari síðu til að æfa mig sem penni, kem til með að kryfja þetta í rólegheitum og læra.

Endurlesturinn tók styttri tími en ég bjóst við. Munaði þar miklu um að liggja veikur heima í fjóra daga í honum miðjum. Það var ógurlega kósý að hafa afsökun til að liggja upp í sófa í nokkra sólarhringa og éta upp eina og hálfa bók í einum rykk. Sem unglingur gerði maður þetta reglulega, auðvitað ætti maður að skipuleggja sig þannig að maður gæti gert þetta oftar. Lesturinn verður dýpri og ánægjan af honum meiri.

Þegar maður les bækurnar er ljóst að þættirnir hafa breytt væntingum manns til þeirra. Eftir þættina býst maður við blóðugu ofbeldi eða kynlífi í öðrum hverjum kafla. Það er hellingur af báðu í bókunum, en það eru líka tugir og aftur tugir kafla sem snúast bara um tvær persónur að tala saman, reyna að púsla saman hvað er í gangi, hvað skal gera næst. Stórar orrustur eru fáar og þegar þær gerast fer mikill tími í að gera upp afleiðingarnar.

Mín kenning er að Martin velur af miklu gaumgæfi hvenær hann notar þessi verkfæri en í þáttunum hafi verið reynt að troða þessu í hvern einasta þátt, til að halda spennunni uppi. Fyrir handritshöfund sjónvarpsþátta þarf mikið sjálfsöryggi til að reiða sig á samtöl, svo ekki sé talað um gífurlega færni. Ég er ekki að segja að handritshöfundarnir hafi ekki verið góðir. Ég held bara að þeir hafi bara notað ofbeldi og kynlíf sem hækju full mikið.

Annað kom í ljós við endurlesturinn, sem kann að hljóma augljóst. Þessar bækur eru ein heild. Ef þú eyðir nægum tíma á netinu er hægt að finna nóg af fólki að drulla yfir Feast For Crows og Dance With Dragons. Stór hluti þeirrar gagnrýni snýst um að ekki gerist nóg í þeim. En þegar serían er lesin sem heild, þá virka þær bara sem sviðuppstilling, meistaraleg sviðsuppstilling. Satt besta segja fannst mér fínt að fá eins og eina bók á hægum bruna eftir brjálæðið í lok Storm of Swords. Svona eins og að fá að setjast í heitan pott eftir langa og erfiða æfinga. Þetta þýðir líka að við verðum að bíða seinustu bókanna áður en lokadómur fellur um seríuna.

Framtíðinn.

Þó næsta bók komi ekki út fyrr en 2035 mun ég mæta á miðnæturopnun í Nexus og kaupa hana. Það er ákveðin hópur á netinu sem er sannfærður um að Martin muni aldrei klára seríuna. Hann sé orðin of gamall og þjakaður af fullkomnunaráráttu til að klára hana nokkur tímann, hann sé saddur peningunum og frægðinni sem hann fékk eftir þættina. Hann hefur viðurkennt í viðtölum að hann hafi hægt á skrifunum vegna þáttanna. Samt hef ég enga trú á öðru en hann klári þessa seríu. Hún mun vera arfleið hans, það sem hann verður minnst fyrir, líklega löngu eftir að þættirnir gleymast. Það hlýtur að vera drulluerfitt að skrifa bækur, vitandi að þær verða lesnar af milljónum og þær þurfa að vera því til næst fullkomnar til að vera ekki dæmdar glataðar.

Myndaniðurstaða fyrir george r.r. martin
Hvern drep ég næst?

Það er nett ógeðslegt hversu mikið er skrifað og talað um að hann sé orðin hrútgamall og nánast með aðra löppina í gröfinni. Já, hann er ekki ungur. En ég held að ungur maður gæti ekki skrifað þessar bækur. Vonandi klárar hann þetta á næsta ári. En ég vil frekar að hann taki auka árin í þetta og þær verði eins góðar og mögulegt er. Ég sá síðustu seríuna af þáttunum, þar sáum við ansi vel hvað gerist þegar enda á svona verki er flýtt.

Það eru ákveðnar bækur sem maður les reglulega. Það fer eftir þér hverjar þær bækur eru. Fyrir milljónir eru Song of Ice and Fire þær bækur. Martin skapaði heim sem manni dauðlangar að heimsækja í gegnum blaðsíðurnar á fimm til tíu ára fresti, sjá hvernig maður sjálfur hefur breyst með því að taka eftir því hvernig upplifun manns af bókunum breytist með árunum. Bara ekki neyða mig til að búa Westeros, held að ég myndi ekki lifa af vikuna.

Game of Thrones endurlesin (Fyrsta bók)

Game of Thrones endurlesin (Önnur bók)

Game of Thrones endurlesin (Þriðja bók)

Game of Thrones endurlesin (Fjórða bók)

Game of Thrones endurlesin (Fimmta bók)

Tíu þúsund kallinn gildir – Hvernig margt smátt verður að einu stóru.

Máltækið segir að margt smátt geri eitt stórt, en hvernig virkar það ná?

Það er eins með þennan málshátt og fleiri. Við vitum að það er einhver viska í honum og látum þar kyrrt við liggja. Þessi grein mun fara í saumana á því hvers vegna forfeður okkar smíðuðu þennan málshátt og hvernig er hægt að nýta hann í lífinu.

Greinin mun á yfirborðinu fjalla um húsnæðislán og regluna sem segir að tíu þúsund kallinn gildi. En hægt er að taka þessa reglu og nýta hana í ólíklegustu hluti, við förum í það í lokin.

Það er augljós spurning sem þarf að afgreiða: Hvaða rétt hef ég til að gefa fjárhagsráð?

Ein af ástæðunum fyrir þessari vefsíðu er að skrifa það sem ég hefði viljað vita fyrir tíu árum (hvort ég hefði hlustað eða skilið er annað mál). Í fyrra keypti ég mína fyrstu íbúð. Bæði fyrir það og síðan þá hef ég eytt ótal stundum í að lesa mér til og pæla í fjármálum. Draumurinn er að þurfa ekki að pæla í peningum þegar fram líða stundir og er ég tilbúin að leggja á mig töluverða vinnu til að komast á þann stað.

Í því grúski og í samtölum við snjalla vini, rakst ég á regluna sem þessi grein fjallar um: tíu þúsund kallinn gildir. Reglan er útfærsla á máltækinu að margt smátt geri eitt stórt. Ástæða þess að hér er talað um tíu þúsund kall er að það er fjárhæð sem flestir gætu séð af mánaðarlega án þess að finna ógurlega fyrir því. Ég ætla að færa rök fyrir að sá tíu þúsund kall geti á lengri tíma sparað stórar risastórar fjárhæðir og verið lykill að þægilegra lífi. Reglan byggir á tveimur atriðum: Hegðun vaxta og að það sé betra að gera litla góða hluti oft en að reyna að gera stóra hluti sjaldan. Skoðum þetta.

Tíu þúsund kallinn gildir

Við tökum flest húsnæðislán. Að ætla að safna sér upp í heila íbúð er óraunhæft og Íslendingar búa ekki við þann lúxus að vera með heilbrigðan leigumarkað. Ég ætla ekki að dýfa mér í umræðuna um verðtryggð og óverðtryggð lán hér. En mig langar að fjalla um góða leið til þess að hugsa þegar lánið er komið í höfn og áratugir af mánaðarlegum afborgunum eru framundan.

Það er þess virði að skoða örstutt hvað lán og vextir eru, svo við séum á sömu blaðsíðu. Lán er peningar sem einn aðili lætur öðrum í hendur, í skiptum fyrir loforð um að fá meira til baka. Upphæðin sem er lánuð er kölluð höfuðstólinn og viðbótinn er kölluð vextir. Um hver mánaðar borgum við ákveðna upphæð af höfuðstólnum og ákveðið magn af vöxtum. Eftir því sem höfuðstólinn lækkar, því lægri er upphæðin sem ber vexti. Það gefur auga leið að lengri tími jafngildir hærri vöxtum sem og að því hraðar sem höfuðstóllinn lækkar því minna ávaxtar hann sér.

Við viljum auðvitað að borga sem minnsta vexti og til þess þarf að borga lánið niður eins hratt og við getum. Styttri lán eru alltaf ódýrari en lengri á sömu vöxtum en sá fylgifiskur er á að mánaðarleg afborgun er hærri. Einn tilgangur greiðslumats er að bankinn vill ekki lána okkur pening með svo hárri greiðslubyrgði að ólíklegt er að við getum borgað til baka.

Við vitum öll að það er skynsamlegt að borga lánið niður hratt, þá hefur höfuðstóllinn minni tíma til að ávaxta sér og við borgum minna í heildina. En hvernig lítur þetta út í krónum?

Vextir og vesen

Algeng setning þegar spjallað er um lán (sem gerist oft þegar einhleypir menn vilja forðast umræðu um börn í partíum) er: „Ég get ekki borgað nóg inn á lánið til að það skipti máli.“ Oft er næsta setning: „Bráðum ætla ég að spara góða fjárhæð og leggja inn á.“

Í samhengi við tíu milljón króna lán hljómar tíu þúsund krónur ekki eins og upphæð sem ætti að skipta máli. Til að vera nákvæmur er tíu þúsund kall núll komma eitt prósent af láninu. En þökk sé mætti vaxta gildir hann helling. Sérstaklega ef hann er endurtekin mánaðarlega.

Þá komum við að reglu 69.3. Ef þú villt reikna út ávöxtun er þumalputta regla að deila 69.3 með vaxtatölunni og þá færðu út hversu lengi upphæðin er að tvöfalda sig í árum (73 ef ekki er um vaxtavexti er að ræða). Segjum að ég eigi milljón inn á bankabók með 5% vöxtum. 69.3/5 eru 13.86 þannig að eftir rétt tæplega 14 ár á ég tvær milljónir. Að því gefnu að ég taki peninginn ekki út er upphæðin orðin fjórar eftir 28 og átta eftir 42 ár. Þessi flýtileið er flott til að þess að fá góða mynd af hegðun vaxta en ef þú er seðlabankastjóri á leið á fund með fjármálaráðherra myndi ég nota nákvæmari formúlur.

Ef þú leggur auka tíuþúsund kall inn á lánið með fyrstu afborgun þá ertu búin að tryggja að þær tíu þúsund krónur af láninu ávaxti sér aldrei.  Næsti tíu þúsund kall sömuleiðis ávaxtar sér aðeins í mánuð og svo framvegis og framvegis. Eftir eitt-tvö ár þá ertu komin með góða upphæð af láninu sem er horfin og ferð að sjá muninn í afborgunum þínum og heildar upphæðinni. Við skulum skoða hvernig það myndi þróast með meiri nákvæmni:

Dæmi – Tíu milljón króna lánið

Á heimasíðu Excel má finna nokkur nördaleg og skemmtileg skjöl þar sem hægt er að reikna út gróflega hvað lánin okkar kosta á ýmsa vegu og með ýmsum skilyrðum. Þar getur maður séð hvernig góð nýting á tíu þúsund kalla reglunni getur sparað okkur fúlgufjár þegar upp er staðið. (Tekið skal fram að myndirnar eru gerðar í öðru forriti, sem kallast “R”).

Stillum upp tveimur eins lánum, A og B. Þau eru bæði lán upp á tíu milljónir króna, þau eru bæði verðtryggð, og bæði á 3.5% vöxtum. Það þarf að velja inn eitthvað mat á verðbólgu, notumst við 2.5% á ári. Það er aðeins hærra en verðbólga hefur verið síðustu ár. Verðbólga hefur í raun ekki áhrif á hvort 10-þúsund-kalla reglan virkar eða ekki, hún endar alltaf með sparnaði. Við miðum við 40 ára jafngreiðslulán með mánaðarlegum afborgunum. Þessar er ekki ætlað að endurspegla meðal húsnæðislán heldur eru þær valdar til þæginda og til að sýna hvernig reglan virkar. 

Lánin eru því alveg eins en munurinn liggur í hvernig við borgum af þeim. Afborgunum verður hagað svona:

Lán A: Borgum venjulega af þessu láni í hverjum mánuði í 40 ár, ekkert aukalega og ekkert minna en kemur fram í greiðsluáætlun. 

Lán B: Borgum venjulega af þessu láni eins og fyrir lán A en beitum líka tíu þúsund kalla reglunni og borgum 10 þúsund krónur aukalega inn á lánið í hverjum mánuði þangað til lánið er fullgreitt. 

Nú getum við notað excel skjalið til þess að draga fram áhugaverðan mun á þessum tveimur nálgunum. Í fyrsta lagi, þá mun lán A enda með að kosta okkur 31.756.073 þegar allar greiðslur eru lagðar saman. Ef við leggjum saman allar greiðslur og aukagreiðslur fyrir lán B á sama hátt þá mun það kosta um 27.462.562 krónur. Það er munur upp á næstum 4.3 milljónir þegar upp er staðið. 

Hér einnig mikilvægt að átta sig á að 10-þúsund kallinn sem maður leggur inn aukalega er ekki tapaður. Þú hefðir þurft að borga hann hvort eð er, bara seinna. Þetta verður enn ljósara þegar við skoðum hvernig afborganir þróast fyrir lánin. 

Hér sjáum við (vinstra megin) að þó svo að lán A kallist “jafngreiðslulán” þá verða þetta ekki jafnar greiðslur að neinu leyti. Greiðslurnar byrja í rétt rúmlega 38 þúsund krónum og hækka síðan, þremur árum seinna eru þær orðnar rétt tæplega 42 þúsund. Þegar 5 ár eru eftir þá eru greiðslurnar í kringum 93 þúsund og síðustu greiðslurnar eru rúmlega 100 þúsund. Ástæðan fyrir þessu er verðbólga.  

Gagnstætt við þessa hegðun, þá er lán B (hægra megin) miklu líkara því sem við myndum halda að jafngreiðslulán ætti að vera. Það er ekki fullkomið, en það er betra.  Afborgarnir byrja í rétt rúmlega 48 þúsund (sem er 38 þúsund + 10 þúsund auka) og hækka síðan lítilega. Hæsta afborgun á láni B verður eftir um það bil 32 ár og er upp á 63.530 krónur. Á sama tíma þyrftum við að sætta okkur við afborgun upp á sirka 85.000 af láni A. Eftir þennan hápunkt eftir 32 ár fara síðan afborganir af láni B að minnka aftur þegar endamarkið nálgast (afborganir af láni A halda áfram að hækka alveg þangað til síðasta afborgun er greidd). 

Ég nefndi áðan að við spörum okkur tæplega 4.3 milljónir ef við byrjum að nota 10-þúsund kalla regluna strax. Hvað ef við höfum ekki haft tök á því, en getum gert það núna nokkrum árum eftir að lánið var tekið? Hér má sjá hversu mikið er sparað eftir því hversu snemma við byrjum að beita reglunni.

Það er óhætt að segja að það sé ekki of seint að beita reglunni þó einhver tími sé liðinn frá því að við tókum lánið. Ef við byrjum eftir 1 ár sparast rétt rúmlega 4 milljónir, ef við byrjum eftir 2 ár þá sparast uþb 3.8 milljónir og svo framvegis. Eina tilfellið sem mætti teljast of seint til þess að byrja að beita reglunni er ef það er bókstaflega ein greiðsla eftir, þeas ef 39 ár og 11 mánuðir eru liðnir. 

Að lokum þá skulum við skoða stuttlega hver munurinn er á að greiða 10 þúsund inn reglulega eða safna þeim peningum saman og greiða meira á t.d. eins árs fresti. Ef við greiðum 10 þúsund aukalega í hverjum mánuði þá kostar lánið samtals 27.462.562 krónur eins og kom fram áðan. Ef við núna skiptum um aðferð og borgum frekar 120 þúsund hver áramót þá mun slíkt lán kosta 27.581.775 krónur, sem er meira 140 þúsund krónum meira.

Lífið og vaninn.

Væri betra að leggja fimmtán þúsund kall inn? Auðvitað. Tuttugu? Þeim mun betra. En það er ástæða fyrir að við tölum um tíu þúsund kall í þessari grein. Ef markmiðið er að halda áfram að borga mánaðarlega, gera það að vana (sumir bankar bjóða þér að gera þetta sjálfvirkt) þá er best að velja upphæð sem þú tekur nánast ekki eftir. Það er þá hægt að hækka hana síðar, ef fjárhagurinn vænkar.

Flestir geta fundið í byrjun mánaðar tíu þúsund krónur til að borga inn á lánið, án þess að það hafi teljandi áhrif. Það er mikilvægt þegar við ætlum að temja okkur svona ávana að byrja smátt, ef í ljós kemur að upphæðin gæti verið hærri er alltaf hægt að bæta við seinna.

Svo má spyrja sig hvar annars staðar í lífinu er hægt að finna tíu þúsund kalla. Það er að segja litla hluti sem hægt er að gera reglulega en vinda upp á sig og vaxa í mikinn gróða. 10 armbeygjur á hverjum morgni? Læra á hljóðfæri? Fimm mínútna hugleiðsla? Að leggja þúsund kall til hliðar daglega til að spara sér fyrir einhverju sturluðu fríi? Eða taka frá korter á hverjum einasta degi til að liggja með bók og læra eitthvað nýtt?

Við eigum það öll til að láta okkur dreyma um eitthvað stórt sem við ætlum að gera í óljósri framtíð. Í lok desember tölum við hlæjandi um áramótaheitinn okkar, lyklana að nýju lífi. Við hlæjum auðvitað vegna þess að við vitum að engin stendur við sú heit, prófaðu að kíkja í World Class Laugum fimmta janúar og svo fimmta mars til að sjá hversu mörg stór markmið haldast. Það er auðveldara og raunhæfara að setja sér lítil markmið, gera þau að vana og bæta svo við nýjum vana.

Það eru til þúsund greinar, myndbönd og greinar á netinu sem segja þér hvernig á að gera hlutina hratt. En ég legg til að við reynum frekar að gera hlutina hægt, byggjum einn múrstein í einu og njótum þess að sjá húsið sem verður til við það.

Eitt að lokum: Mig langar að þakka Ólafi Birgi Davíðssyni sérstaklega fyrir hjálpina við tölu hlutan á þessari grein, sem hann endurskrifaði því til næst frá grunni.

Fyrir þá sem vilja kynna sér þetta frekar mæli ég með bókunum Slight Edge og Power of Habit.